Skipun starfshóps um borgarstefnu - C.4

Málsnúmer 2022100251

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3783. fundur - 11.10.2022

Erindi dagsett 4. október 2022 frá Jóhönnu Sigurjónsdóttur f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem tilkynnt er um skipun starfshóps á grundvelli aðgerðar C.4 Borgarstefnu í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. Óskað er eftir því að Akureyrarbær tilnefni tvo fulltrúa, einn karl og eina konu.
Bæjarráð tilnefnir Láru Halldóru Eiríksdóttir formann SSNE og Gunnar Má Gunnarsson í starfshópinn.
Fylgiskjöl:

Bæjarráð - 3791. fundur - 08.12.2022

Lögð fram tillaga að breytingu á skipan fulltrúa í starfshóp um borgarstefnu.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 11. október 2022 og voru Lára Halldóra Eiríksdóttir og Gunnar Már Gunnarsson tilnefnd sem fulltrúar Akureyrarbæjar.
Bæjarráð samþykkir að Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri taki sæti í starfshópi um borgarstefnu í stað Láru Halldóru Eiríksdóttur.

Bæjarráð - 3801. fundur - 09.03.2023

Ingvar Sverrisson formaður starfshóps um borgarstefnu og Reinhard Reynisson sérfræðingur á Byggðastofnun mættu á fundinn og sögðu frá verkefninu.

Þá sátu fundinn undir þessum lið Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs, Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi og Gunnar Már Gunnarsson bæjarfulltrúi. Þá sátu bæjarfulltrúarnir Lára Halldóra Eiríksdóttir, Andri Teitsson og Hulda Elma Eysteinsdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð þakkar Ingvari Sverrissyni og Reinhard Reynissyni fyrir komuna á fundinn.

Bæjarráð - 3837. fundur - 08.02.2024

Ingvar Sverrisson formaður starfshóps um borgarstefnu og Reinhard Reynisson sérfræðingur á Byggðastofnun kynntu drög að borgarstefnu.

Gunnar Már Gunnarsson bæjarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Lára Halldóra Eiríksdóttir bæjarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.


Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna, fagnar framkomnum tillögum og þakkar starfshópnum fyrir góða vinnu.