Bæjarráð

3790. fundur 01. desember 2022 kl. 08:15 - 12:30 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Brynjólfur Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá

1.Fóðurverksmiðjan Laxá hf. - verðmat

Málsnúmer 2022100214Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar verðmat Íslandsbanka á Fóðurverksmiðjunni Laxá hf.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Gunnar Már Gunnarsson B-lista sat fundinn undir þessum lið og þá sat Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Albert Freyr Eiríksson og Jón Kristinn Björgvinsson frá fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka mættu á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2023-2026

Málsnúmer 2022042596Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Gunnar Már Gunnarsson B-lista sat fundinn undir þessum lið og þá sat Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2023-2026 til seinni umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

3.Gjaldskrár Akureyrarbæjar 2023

Málsnúmer 2022110941Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagða tillögu að gjaldskrám Akureyrarbæjar fyrir árið 2023 og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Í verðsamanburði 20 stærstu sveitarfélaga landsins eru leikskólagjöld á Akureyri þau fjórðu dýrustu, sé miðað við eitt barn í 8 tíma með fæði. Miðað við breytingar á gjaldskrá kemur þetta gjald til með að hækka, en réttara væri að lækka það. Þá væri æskilegt að falla frá hækkun á gjaldskrá á heimsendum mat fyrir eldri borgara, en verðskráin hjá Akureyrarbæ er nokkuð há í samanburði við önnur sveitarfélög.

4.Velferðarráð - gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði 2021-2022

Málsnúmer 2021111421Vakta málsnúmer

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 23. nóvember 2022:

Lagt fram minnisblað dagsett 18. nóvember 2022 frá Kristínu Baldvinsdóttur forstöðumanni hagþjónustu og áætlanagerðar um tillögur að hækkun á gjaldskrá félagslegra íbúða.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu, Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögur að hækkun á gjaldskrá félagslegra íbúða samkvæmt minnisblaðinu og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Anna Fanney Stefánsdóttir L- lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Hermann Ingi Arason V-lista, Karl Liljendal Hólmgeirsson M-lista samþykktu tillöguna.

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista var á móti.

Elsa María Guðmundsdóttir S-lista, Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista, Hermann Ingi Arason V-lista og Málfríður Þórðardóttir F-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Samhliða mögulegri hækkun á leigu þá er afar brýnt að fram fari heildarendurskoðun á félagslega húsnæðiskerfinu, enda bíða um 160 einstaklingar eftir húsnæði og því augljóst að fjölga þarf félagslegum íbúðum, þannig að færri bíði í styttri tíma. Eins er afar brýnt að flýta eins og kostur er uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk, enda er þar töluverður biðlisti þar sem fólk hefur beðið lengi.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Hilda Jana Gísladóttir S-lista sat hjá.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Það er ótækt að aðeins sé farið í breytingar á gjaldskrám fyrir félagslegt húsnæði, án þess að samhliða sé tekist á við það aðkallandi verkefni að stytta biðlista. Bæjarstjórn ber ábyrgð á og á að hafa frumkvæði að því að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun. Líklega bíða nú um 160 einstaklingar eftir félagslegu húsnæði í sveitarfélaginu og er mikilvægt að tryggja fleirum öruggt húsnæði sem á því þurfa að halda sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra aðstæðna.

5.Ósk um viðauka vegna móttöku flóttabarna í leik- og grunnskólum haustið 2022

Málsnúmer 2022110049Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 21. nóvember 2022:

Ósk um viðauka til að mæta leik- og grunnskólum vegna móttöku flóttabarna haustið 2022. Fræðslu- og lýðheilsuráð vísaði erindinu til síðari umræðu í ráðinu á 19. fundi sínum sem haldinn var þann 7. nóvember síðastliðinn.

Áheyrnarfulltrúar: Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð 16.850.000 kr. vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við áætlun ársins 2022 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

6.Ósk um viðauka vegna Tónlistarskólans á Akureyri, skólaaksturs og flutnings efstu deildar Glerárskóla í Rósenborg

Málsnúmer 2022110045Vakta málsnúmer

Liður 8 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 21. nóvember 2022:

Fyrir liggur ósk um viðauka vegna Tónlistarskólans á Akureyri, skólaaksturs og flutnings efstu deildar Glerárskóla í Rósenborg. Fræðslu- og lýðheilsuráð vísaði erindinu til síðari umræðu í ráðinu á 19. fundi sínum sem haldinn var þann 7. nóvember síðastliðinn.

Áheyrnarfulltrúar: Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 16.600.000 vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við áætlun ársins 2022 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

7.Samningur við MAk 2021 - 2023

Málsnúmer 2021051151Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun vegna vangreiddra framlaga til Menningarfélags Akureyrar fyrir árið 2021 vegna listsjóðsins Verðandi og reksturs almenningssalerna, samtals að upphæð kr. 6.200.000.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat undir þessum lið í fjarfundarbúnaði.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við áætlun ársins 2022 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

8.EES samstarfsverkefni með pólsku borginni Jelenia Góra

Málsnúmer 2021120573Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að samstarfssamningi við pólsku borgina Jelenia Góra en samstarfið er kostað af Uppbyggingarsjóði EES. Samstarfið mun fela í sér gagnkvæmar heimsóknir ungmenna þar sem áhrif og lýðræðisleg þátttaka þeirra verða meginviðfangsefni og gagnkvæmar heimsóknir og samstarf sérfræðinga og stjórnmálafólks um stafræna þróun opinberrar þjónustu, vistvænar almenningssamgöngur og nýtingu jarðvarma.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð fagnar aukinni samvinnu við Pólland og samþykkir framlögð drög og felur bæjarstjóra að undirrita samstarfssamning fyrir hönd bæjarins.

9.Barnamenningarhátíð á Akureyri

Málsnúmer 2019030063Vakta málsnúmer

Bæjarráð tilnefnir tvo fulltrúa í fagráð Barnamenningarhátíðar á Akureyri, samkvæmt verklagsreglum um stuðning Akureyrarbæjar við viðburði á Barnamenningarhátíð.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð tilnefnir Kristján Edelstein og Jönu Salóme I. Jósepsdóttur í fagráð Barnamenningarhátíðar á Akureyri.

10.Samningur um samræmda móttöku flóttafólks

Málsnúmer 2022081254Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 23. nóvember 2022:

Lagður fram þjónustusamningur um samræmda móttöku flóttafólks til samþykktar.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti þar sem gert er ráð fyrir að Akureyrarbær veiti að lágmarki 170 og að hámarki 350 notendum þjónustu á grundvelli samningsins og vísar honum til samþykktar í bæjarráði.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri velferðarsviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

11.Stefna um íbúasamráð 2022

Málsnúmer 2022041947Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 17. nóvember 2022 varðandi niðurstöður samráðs um stefnu um íbúasamráð og næstu skref.

Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar og Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið í fjarfundarbúnaði.
Bæjarráð felur forstöðumanni þjónustu og þróunar að svara innsendum ábendingum og leggja fyrir bæjarráð uppfærða stefnu og drög að aðgerðaáætlun í samræmi við umræður á fundinum.

12.Rafræn varðveisla - rafræn skil 2022-2026

Málsnúmer 2022110940Vakta málsnúmer

Lára Ágústa Ólafsdóttir héraðsskjalavörður mætti á fund bæjarráðs og kynnti rafræna varðveislu skjala.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs, Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar og Elín Dögg Guðjónsdóttir skjalastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

13.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir 2022

Málsnúmer 2022031302Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 280. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 22. nóvember 2022.

14.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2022

Málsnúmer 2022011072Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 44. fundar stjórnar SSNE dagsett 16. nóvember 2022.

Fundi slitið - kl. 12:30.