Málsnúmer 2021111421Vakta málsnúmer
Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 23. nóvember 2022:
Lagt fram minnisblað dagsett 18. nóvember 2022 frá Kristínu Baldvinsdóttur forstöðumanni hagþjónustu og áætlanagerðar um tillögur að hækkun á gjaldskrá félagslegra íbúða.
Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu, Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögur að hækkun á gjaldskrá félagslegra íbúða samkvæmt minnisblaðinu og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Anna Fanney Stefánsdóttir L- lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Hermann Ingi Arason V-lista, Karl Liljendal Hólmgeirsson M-lista samþykktu tillöguna.
Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista var á móti.
Elsa María Guðmundsdóttir S-lista, Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista, Hermann Ingi Arason V-lista og Málfríður Þórðardóttir F-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Samhliða mögulegri hækkun á leigu þá er afar brýnt að fram fari heildarendurskoðun á félagslega húsnæðiskerfinu, enda bíða um 160 einstaklingar eftir húsnæði og því augljóst að fjölga þarf félagslegum íbúðum, þannig að færri bíði í styttri tíma. Eins er afar brýnt að flýta eins og kostur er uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk, enda er þar töluverður biðlisti þar sem fólk hefur beðið lengi.
Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.