Ósk um viðauka vegna Tónlistarskólans á Akureyri, skólaaksturs og flutnings efstu deildar Glerárskóla í Rósenborg

Málsnúmer 2022110045

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 19. fundur - 07.11.2022

Fyrir liggur ósk um viðauka vegna Tónlistarskólans á Akureyri, skólaaksturs og flutnings efstu deildar Glerárskóla í Rósenborg.

Áheyrnarfulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra.
Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar erindinu til síðari umræðu í ráðinu.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 20. fundur - 21.11.2022

Fyrir liggur ósk um viðauka vegna Tónlistarskólans á Akureyri, skólaaksturs og flutnings efstu deildar Glerárskóla í Rósenborg. Fræðslu- og lýðheilsuráð vísaði erindinu til síðari umræðu í ráðinu á 19. fundi sínum sem haldinn var þann 7. nóvember síðastliðinn.

Áheyrnarfulltrúar: Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 16.600.000 vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3790. fundur - 01.12.2022

Liður 8 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 21. nóvember 2022:

Fyrir liggur ósk um viðauka vegna Tónlistarskólans á Akureyri, skólaaksturs og flutnings efstu deildar Glerárskóla í Rósenborg. Fræðslu- og lýðheilsuráð vísaði erindinu til síðari umræðu í ráðinu á 19. fundi sínum sem haldinn var þann 7. nóvember síðastliðinn.

Áheyrnarfulltrúar: Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Polly Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 16.600.000 vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við áætlun ársins 2022 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.