Samningur við MAk 2021 - 2023

Málsnúmer 2021051151

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 320. fundur - 09.06.2021

Farið yfir drög að samningi við MAk.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum að ganga til samninga við MAk miðað við fyrirliggjandi fjárhagsramma. Stjórn Akureyrarstofu óskar eftir að í samningaviðræðum verði skipulagsskrár aðilarfélaga MAk endurskoðaðar.

Stjórn Akureyrarstofu - 324. fundur - 16.09.2021

Samningur við MAk lagður fram til samþykktar.

Eva Hrund Einarsdóttir formaður stjórnar MAk og Þuríður H. Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sátu fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að fela starfsmönnum að uppfæra samninginn út frá umræðum á fundinum.

Stjórn Akureyrarstofu - 325. fundur - 12.10.2021

Samningur við MAk lagður fram til samþykktar.

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn með þeim breytingum sem voru ræddar á fundinum og vísar honum til bæjarráðs og bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Bæjarráð - 3749. fundur - 25.11.2021

Liður 2 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 12. október 2021:

Samningur við MAk lagður fram til samþykktar.

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn með þeim breytingum sem voru ræddar á fundinum og vísar honum til bæjarráðs og bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að undirrita samninga um leigu á Samkomuhúsinu og Hofi.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Bæjarstjórn - 3503. fundur - 14.12.2021

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 25. nóvember 2021:

Liður 2 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 12. október 2021:

Samningur við MAk lagður fram til samþykktar.

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri MAk sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir samninginn með þeim breytingum sem voru ræddar á fundinum og vísar honum til bæjarráðs og bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til afgreiðslu í bæjarstjórn. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að undirrita samninga um leigu á Samkomuhúsinu og Hofi.

Eva Hrund Einarsdóttir D-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Hilda Jana Gísladóttir kynnti málið. Auk hennar tók Eva Hrund Einarsdóttir til máls.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3790. fundur - 01.12.2022

Lögð fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun vegna vangreiddra framlaga til Menningarfélags Akureyrar fyrir árið 2021 vegna listsjóðsins Verðandi og reksturs almenningssalerna, samtals að upphæð kr. 6.200.000.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat undir þessum lið í fjarfundarbúnaði.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við áætlun ársins 2022 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.