Velferðarráð - gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði 2021-2022

Málsnúmer 2021111421

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1346. fundur - 01.12.2021

Lagt fram minnisblað dagsett 30. nóvember 2021, unnið í samvinnu velferðar- og fjársýslusviðs sem fjallar um leiguíbúðir Akureyrarbæjar, leigufjárhæðir og greiningar.

Pálína Ásbjörnsdóttir húsnæðisfulltrúi og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir framkomna tillögu um hækkun leiguverðs leiguíbúða bæjarins um 4% í samræmi við aðrar gjaldskrárhækkanir bæjarins frá og með 1. febrúar 2022 og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3751. fundur - 09.12.2021

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 1. desember 2021:

Lagt fram minnisblað dagsett 30. nóvember 2021, unnið í samvinnu velferðar- og fjársýslusviðs sem fjallar um leiguíbúðir Akureyrarbæjar, leigufjárhæðir og greiningar.

Pálína Ásbjörnsdóttir húsnæðisfulltrúi og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlunardeildar sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir framkomna tillögu um hækkun leiguverðs leiguíbúða bæjarins um 4% í samræmi við aðrar gjaldskrárhækkanir bæjarins frá og með 1. febrúar 2022 og vísar málinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að hækka grunn leiguverðs leiguíbúða bæjarins um 4% frá og með 1. febrúar nk. en leiguverð tekur að öðru leyti áfram mið af mánaðarlegri breytingu neysluverðsvísitölu. Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að vinnuhópur þvert á velferðarsvið og fjársýslusvið með aðkomu umhverfis- og mannvirkjasviðs fari rækilega ofan í verðlagningu á leiguíbúðunum og taki tillit til allra þátta en sérstaklega stöðu þess hóps sem leigir af sveitarfélaginu. Vinnuhópurinn geri velferðarráði grein fyrir niðurstöðum sínum eigi síðar en 30. mars 2022.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3503. fundur - 14.12.2021

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 9. desember 2021:

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 1. desember 2021:

Lagt fram minnisblað dagsett 30. nóvember 2021, unnið í samvinnu velferðar- og fjársýslusviðs sem fjallar um leiguíbúðir Akureyrarbæjar, leigufjárhæðir og greiningar.

Pálína Ásbjörnsdóttir húsnæðisfulltrúi og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir framkomna tillögu um hækkun leiguverðs leiguíbúða bæjarins um 4% í samræmi við aðrar gjaldskrárhækkanir bæjarins frá og með 1. febrúar 2022 og vísar málinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að hækka grunn leiguverðs leiguíbúða bæjarins um 4% frá og með 1. febrúar nk. en leiguverð tekur að öðru leyti áfram mið af mánaðarlegri breytingu neysluverðsvísitölu. Jafnframt leggur bæjarráð áherslu á að vinnuhópur þvert á velferðarsvið og fjársýslusvið með aðkomu umhverfis- og mannvirkjasviðs fari rækilega ofan í verðlagningu á leiguíbúðunum og taki tillit til allra þátta en sérstaklega stöðu þess hóps sem leigir af sveitarfélaginu. Vinnuhópurinn geri velferðarráði grein fyrir niðurstöðum sínum eigi síðar en 30. mars 2022.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Heimir Haraldsson kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að grunnur leiguverðs leiguíbúða bæjarins hækki um 4% frá og með 1. febrúar nk. en leiguverð taki að öðru leyti áfram mið af mánaðarlegri breytingu neysluverðsvísitölu.

Velferðarráð - 1352. fundur - 11.05.2022

Lagt fram minnisblað um vinnu við endurskoðun húsaleigu félagslegra leiguíbúða dagsett 9. maí 2022.

Pálína Ásbjörnsdóttir húsnæðisfulltrúi, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð vísar erindinu áfram til umræðu í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2023.

Velferðarráð - 1360. fundur - 23.11.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 18. nóvember 2022 frá Kristínu Baldvinsdóttur forstöðumanni hagþjónustu og áætlanagerðar um tillögur að hækkun á gjaldskrá félagslegra íbúða.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu, Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögur að hækkun á gjaldskrá félagslegra íbúða samkvæmt minnisblaðinu og vísar málinu áfram til bæjarráðs.


Anna Fanney Stefánsdóttir L- lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista,
Hermann Ingi Arason V-lista, Karl Liljendal Hólmgeirsson M-lista samþykktu tillöguna.


Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista var á móti.


Elsa María Guðmundsdóttir S-lista, Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista, Hermann Ingi Arason V-lista og Málfríður Þórðardóttir F-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Samhliða mögulegri hækkun á leigu þá er afar brýnt að fram fari heildarendurskoðun á félagslega húsnæðiskerfinu, enda bíða um 160 einstaklingar eftir húsnæði og því augljóst að fjölga þarf félagslegum íbúðum, þannig að færri bíði í styttri tíma. Eins er afar brýnt að flýta eins og kostur er uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk, enda er þar töluverður biðlisti þar sem fólk hefur beðið lengi.

Bæjarráð - 3790. fundur - 01.12.2022

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 23. nóvember 2022:

Lagt fram minnisblað dagsett 18. nóvember 2022 frá Kristínu Baldvinsdóttur forstöðumanni hagþjónustu og áætlanagerðar um tillögur að hækkun á gjaldskrá félagslegra íbúða.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu, Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögur að hækkun á gjaldskrá félagslegra íbúða samkvæmt minnisblaðinu og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Anna Fanney Stefánsdóttir L- lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Hermann Ingi Arason V-lista, Karl Liljendal Hólmgeirsson M-lista samþykktu tillöguna.

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista var á móti.

Elsa María Guðmundsdóttir S-lista, Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista, Hermann Ingi Arason V-lista og Málfríður Þórðardóttir F-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Samhliða mögulegri hækkun á leigu þá er afar brýnt að fram fari heildarendurskoðun á félagslega húsnæðiskerfinu, enda bíða um 160 einstaklingar eftir húsnæði og því augljóst að fjölga þarf félagslegum íbúðum, þannig að færri bíði í styttri tíma. Eins er afar brýnt að flýta eins og kostur er uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk, enda er þar töluverður biðlisti þar sem fólk hefur beðið lengi.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Hilda Jana Gísladóttir S-lista sat hjá.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Það er ótækt að aðeins sé farið í breytingar á gjaldskrám fyrir félagslegt húsnæði, án þess að samhliða sé tekist á við það aðkallandi verkefni að stytta biðlista. Bæjarstjórn ber ábyrgð á og á að hafa frumkvæði að því að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun. Líklega bíða nú um 160 einstaklingar eftir félagslegu húsnæði í sveitarfélaginu og er mikilvægt að tryggja fleirum öruggt húsnæði sem á því þurfa að halda sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra aðstæðna.

Bæjarstjórn - 3520. fundur - 06.12.2022

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 1. desember 2022:

Liður 1 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 23. nóvember 2022:

Lagt fram minnisblað dagsett 18. nóvember 2022 frá Kristínu Baldvinsdóttur forstöðumanni hagþjónustu og áætlanagerðar um tillögur að hækkun á gjaldskrá félagslegra íbúða.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu, Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögur að hækkun á gjaldskrá félagslegra íbúða samkvæmt minnisblaðinu og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Anna Fanney Stefánsdóttir L- lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Hermann Ingi Arason V-lista, Karl Liljendal Hólmgeirsson M-lista samþykktu tillöguna.

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista var á móti.

Elsa María Guðmundsdóttir S-lista, Alfa Dröfn Jóhannsdóttir B-lista, Hermann Ingi Arason V-lista og Málfríður Þórðardóttir F-lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

Samhliða mögulegri hækkun á leigu þá er afar brýnt að fram fari heildarendurskoðun á félagslega húsnæðiskerfinu, enda bíða um 160 einstaklingar eftir húsnæði og því augljóst að fjölga þarf félagslegum íbúðum, þannig að færri bíði í styttri tíma. Eins er afar brýnt að flýta eins og kostur er uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk, enda er þar töluverður biðlisti þar sem fólk hefur beðið lengi.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Hilda Jana Gísladóttir S-lista sat hjá.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Það er ótækt að aðeins sé farið í breytingar á gjaldskrám fyrir félagslegt húsnæði, án þess að samhliða sé tekist á við það aðkallandi verkefni að stytta biðlista. Bæjarstjórn ber ábyrgð á og á að hafa frumkvæði að því að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun. Líklega bíða nú um 160 einstaklingar eftir félagslegu húsnæði í sveitarfélaginu og er mikilvægt að tryggja fleirum öruggt húsnæði sem á því þurfa að halda sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra aðstæðna.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir, Jana Salóme I. Jósepsdóttir og Gunnar Már Gunnarsson.
Gjaldskráin var samþykkt með sjö atkvæðum.

Brynjólfur Ingvarsson óflokksbundinn greiddi atkvæði gegn framlagðri gjaldskrá og Gunnar Már Gunnarsson B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista sátu hjá.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað mikilvægi þess að við næstu fjárhagsáætlunargerð verði unnið samhliða að tekjuviðmiðum sértæks húsnæðisstuðnings og gjaldskrá félagslegs húsnæðis.

Velferðarráð - 1375. fundur - 25.10.2023

Lagt fram minnisblað dagsett 23. október 2023 frá Kristínu Baldvinsdóttur forstöðumanni hagþjónustu og áætlanagerðar um stöðu félagslegra íbúða.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður og Guðni Örn Hauksson húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.
Tinna Guðmundsdóttir F-lista vék af fundi kl.15:27.

Velferðarráð - 1376. fundur - 08.11.2023

Lagt fram til samþykktar minnisblað dags. 6. nóvember frá Kristínu Baldvinsdóttur forstöðumanni um tillögu að breytingu á húsaleigu félagslegra íbúða.

Kristín Baldvinsdóttir og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumenn sátu fundinn undir þessum lið.


Velferðarráð samþykktir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á húsaleigu félagslegra íbúða og vísar málinu áfram til bæjarráðs.


Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista sat hjá.


Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Í þessu samhengi er vert að minna á rammasamning ríkis og sveitarfélaga fyrir árin 2023 -2032, um uppbyggingu á félagslegu húsnæði, sem Akureyrarbær hefur samþykkt. Jafnframt eru í húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar frá árinu 2022 augljósar tölur til ársins 2031 sem segja til um aukna þörf á félagslegu leiguhúsnæði. Því blasir við að ein af lausnunum á erfiðri rekstrarstöðu félagslega leiguhúsnæðisins er að endurnýja og fjölga íbúðum. Hér þarf að horfa til lengri tíma, fjárfesta í þessari grunnþjónustu sveitarfélagsins með langtímamarkmið og velferð þessa viðkvæma hóps í huga.

Bæjarráð - 3827. fundur - 16.11.2023

Liður 8 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. nóvember 2023:

Lagt fram til samþykktar minnisblað dags. 6. nóvember frá Kristínu Baldvinsdóttur forstöðumanni um tillögu að breytingu á húsaleigu félagslegra íbúða.

Kristín Baldvinsdóttir og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumenn sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykktir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á húsaleigu félagslegra íbúða og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista sat hjá.

Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Í þessu samhengi er vert að minna á rammasamning ríkis og sveitarfélaga fyrir árin 2023 -2032, um uppbyggingu á félagslegu húsnæði, sem Akureyrarbær hefur samþykkt. Jafnframt eru í húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar frá árinu 2022 augljósar tölur til ársins 2031 sem segja til um aukna þörf á félagslegu leiguhúsnæði. Því blasir við að ein af lausnunum á erfiðri rekstrarstöðu félagslega leiguhúsnæðisins er að endurnýja og fjölga íbúðum. Hér þarf að horfa til lengri tíma, fjárfesta í þessari grunnþjónustu sveitarfélagsins með langtímamarkmið og velferð þessa viðkvæma hóps í huga.


Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagða tillögu að gjaldskrá húsaleigu félagslegs húsnæðis og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.


Heimir Örn Arnarson D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista og Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista óska bókað:

Hækka þarf húsaleigu félagslegra íbúða til að tryggja fjármagn til nauðsynlegs viðhalds og áframhaldandi uppbyggingu félagslega húsnæðiskerfisins. Gætt er hófs í hækkunum og er leiga félagslegra íbúða ennþá, eftir breytingu, almennt lægri en í öðrum félagslegum úrræðum. Samhliða hækkun á leiguverði félagslegra leiguíbúða hækkar sérstakur húsnæðisstuðningur en unnið er að því að breyta reglum um stuðninginn. Þær breytingar eru gerðar til að verja viðkvæmustu hópana.



Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska bókað:

Til þess að hægt sé að taka afstöðu til breytinga á gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði, hefði verið eðlilegt að taka samhliða fyrir breytingar á sérstökum húsnæðisstuðningi og áætlun um fjölgun félagslegra leiguíbúða, enda biðlistar of langir og þörfin mikil.

Bæjarstjórn - 3536. fundur - 21.11.2023

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. nóvember:

Liður 8 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. nóvember 2023:

Lagt fram til samþykktar minnisblað dags. 6. nóvember frá Kristínu Baldvinsdóttur forstöðumanni um tillögu að breytingu á húsaleigu félagslegra íbúða.

Kristín Baldvinsdóttir og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumenn sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykktir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á húsaleigu félagslegra íbúða og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista sat hjá.

Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Í þessu samhengi er vert að minna á rammasamning ríkis og sveitarfélaga fyrir árin 2023 -2032, um uppbyggingu á félagslegu húsnæði, sem Akureyrarbær hefur samþykkt. Jafnframt eru í húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar frá árinu 2022 augljósar tölur til ársins 2031 sem segja til um aukna þörf á félagslegu leiguhúsnæði. Því blasir við að ein af lausnunum á erfiðri rekstrarstöðu félagslega leiguhúsnæðisins er að endurnýja og fjölga íbúðum. Hér þarf að horfa til lengri tíma, fjárfesta í þessari grunnþjónustu sveitarfélagsins með langtímamarkmið og velferð þessa viðkvæma hóps í huga.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagða tillögu að gjaldskrá húsaleigu félagslegs húsnæðis og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.

Heimir Örn Arnarson D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista og Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista óska bókað:

Hækka þarf húsaleigu félagslegra íbúða til að tryggja fjármagn til nauðsynlegs viðhalds og áframhaldandi uppbyggingu félagslega húsnæðiskerfisins. Gætt er hófs í hækkunum og er leiga félagslegra íbúða ennþá, eftir breytingu, almennt lægri en í öðrum félagslegum úrræðum. Samhliða hækkun á leiguverði félagslegra leiguíbúða hækkar sérstakur húsnæðisstuðningur en unnið er að því að breyta reglum um stuðninginn. Þær breytingar eru gerðar til að verja viðkvæmustu hópana.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska bókað:

Til þess að hægt sé að taka afstöðu til breytinga á gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði, hefði verið eðlilegt að taka samhliða fyrir breytingar á sérstökum húsnæðisstuðningi og áætlun um fjölgun félagslegra leiguíbúða, enda biðlistar of langir og þörfin mikil.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Heimir Örn Árnason D-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Inga Dís Sigurðardóttir M-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista, Andri Teitsson L-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn greiddu atkvæði með framlagðri tillögu að gjaldskrá húsaleigu félagslegs húsnæðis.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista sitja hjá.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Bæjarfulltrúar Framsóknar styðja ekki 6% hækkun umfram verðlag á gjaldskrá félagslegs húsnæðis en sú hækkum bætist ofan á miklar hækkanir undanfarin tvö ár, 4% umfram verðlag árið 2021 og 6% árið 2022. Hér er um að ræða umtalsverðar hækkanir á viðkvæman hóp sem ætti að afgreiða í bæjarstjórn samhliða hækkunum á sérstökum húsnæðisbótum. Eins gjöldum við varúðar við þeim skilaboðum sem svo miklar hækkanir á gjaldskrám bæjarins gefa inn í kjarasamningsviðræður vetrarins.


Heimir Örn Arnarson D-lista, Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Andri Teitsson L-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista og Inga Dís Sigurðardóttir M-lista óska bókað:

Hækka þarf húsaleigu félagslegra íbúða til að tryggja fjármagn til nauðsynlegs viðhalds og áframhaldandi uppbyggingu félagslega húsnæðiskerfisins. Gætt er hófs í hækkunum og er leiga félagslegra íbúða ennþá, eftir breytingu, almennt lægri en í öðrum félagslegum úrræðum. Samhliða hækkun á leiguverði félagslegra leiguíbúða hækkar sérstakur húsnæðisstuðningur en unnið er að því að breyta reglum um stuðninginn. Þær breytingar eru gerðar til að verja viðkvæmustu hópana.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Mikilvægt er að horfa á heildarsamhengið þegar tekin er ákvörðun um breytingar á gjaldskrá félagslegs húsnæðis sem þær sem hér um ræðir og því óheppilegt að ekki sé tekið fyrir samhliða breytingar á sérstökum húsnæðisstuðningi sem og áætlun um fjölgun félagslegra leiguíbúða, enda biðlistar of langir og þörfin mikil. Við ítrekum að erfitt er að taka aðeins afstöðu til breytinga á gjaldskrá, en hækkanirnar virðast vera ansi miklar.