Stefna um íbúasamráð - hverfisnefndir

Málsnúmer 2022041947

Vakta málsnúmer

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 3. fundur - 05.04.2022

Stefna um íbúasamráð.

Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar og Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3770. fundur - 12.05.2022

Lögð fram drög að stefnu Akureyrarbæjar um íbúasamráð til ársins 2026.

Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir stefnudrögin fyrir sitt leyti með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til frekara samráðs við íbúa sem unnið verður af forstöðumanni þjónustu og þróunar og forstöðumanni atvinnu- og menningarmála.

Bæjarstjórn - 3514. fundur - 06.09.2022

Umræða um íbúasamráð hjá Akureyrarbæ og fyrirliggjandi drög að stefnu í málaflokknum. Óskað er eftir ábendingum og hugmyndum frá íbúum um stefnudrögin í gegnum rafræna samráðsvettvanginn Okkar Akureyri.

Málshefjandi var Halla Björk Reynisdóttir. Í umræðum tóku einnig til máls Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Hilda Jana Gísladóttir.
Bæjarstjórn hvetur bæjarbúa til þess að láta sig málið varða og taka þátt í að móta stefnu um íbúasamráð með því að senda inn ábendingar og hugmyndir inn í samráðsgáttina Okkar Akureyri á betraisland.is Þá telur bæjarstjórn mikilvægt eftir samráðsferli og áður en stefnan verður borin upp til samþykktar í bæjarstjórn að fyrir liggi fjármögnuð aðgerðaráætlun til tveggja ára.

Bæjarráð - 3790. fundur - 01.12.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 17. nóvember 2022 varðandi niðurstöður samráðs um stefnu um íbúasamráð og næstu skref.

Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar og Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið í fjarfundarbúnaði.
Bæjarráð felur forstöðumanni þjónustu og þróunar að svara innsendum ábendingum og leggja fyrir bæjarráð uppfærða stefnu og drög að aðgerðaáætlun í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3817. fundur - 01.09.2023

Lögð fram til umræðu stefna Akureyrarbæjar um íbúasamráð til ársins 2026 ásamt drögum að aðgerðaáætlun.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs, Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur Heimi Erni Árnasyni og Jönu Salóme Ingibjargar Jósepdóttur, ásamt sviðsstjóra þjónustu- og skipulagssviðs, forstöðumanni atvinnu- og menningarmála og forstöðumanni þjónustu og þróunar, að útfæra aðgerðaáætlun stefnunnar, meta þörf á og forgangsraða aðgerðum, áður en stefnan verður lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Öldungaráð - 30. fundur - 13.09.2023

Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar kynnti vinnu við stefnu um íbúasamráð.
Öldungaráð þakkar Jóni Þór fyrir kynninguna.

Bæjarráð - 3828. fundur - 23.11.2023

Lögð fram stefna Akureyrarbæjar um íbúasamráð til ársins 2026 ásamt aðgerðaáætlun.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs, Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Fjórir fulltrúar bæjarráðs samþykktu fyrir sitt leyti framlagða stefnu um íbúasamráð til ársins 2026 ásamt aðgerðaáætlun, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar henni til kynningar og umsagnar í fastanefndum bæjarins, ungmennaráði, öldungaráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista sat hjá og óskar bókað:

Ég tel mjög mikilvægt að koma á laggirnar fjölmenningarráði hjá Akureyrarbæ og tel að það ætti að vera ein aðgerða stefnu um íbúasamráð.

Ungmennaráð - 45. fundur - 06.12.2023

Ungmennaráð tók fyrir stefnu Akureyrarbæjar um íbúasamráð til 2026 og aðgerðaáætlunar eftir að hafa fengið málinu vísað til sín frá bæjarráði.

Smávægilegar athugasemdir voru settar fram í skjali sem sent var aftur á viðeigandi aðila. Fulltrúar töldu að gott væri að fá frekari útskýringar á heildarplagginu og fólu starfsmanni ráðsins að kanna þann möguleika.

Skipulagsráð - 414. fundur - 13.12.2023

Lögð fram til kynningar og umsagnar stefna Akureyrarbæjar um íbúasamráð til 2026 ásamt aðgerðaáætlun. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 23. nóvember sl. að vísa stefnunni til kynningar og umsagnar í fastanefndum, ungmennaráði, öldungaráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að koma ábendingum á framfæri.

Velferðarráð - 1378. fundur - 13.12.2023

Lögð fram til kynningar og umsagnar stefna Akureyrarbæjar um íbúasamráð til 2026 ásamt aðgerðaáætlun. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 23. nóvember sl. að vísa stefnunni til kynningar og umsagnar í fastanefndum, ungmennaráði, öldungaráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.

Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð lýsir ánægju sinni með stefnu Akureyrarbæjar um íbúasamráð.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 44. fundur - 18.12.2023

Lögð fram til kynningar og umsagnar stefna Akureyrarbæjar um íbúasamráð til 2026 ásamt aðgerðaáætlun. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 23. nóvember sl. að vísa stefnunni til kynningar og umsagnar í fastanefndum, ungmennaráði, öldungaráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Lilja Dögun Lúðvíksdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð tekur undir mikilvægi þess að efla íbúasamráð og minnir á að efla þurfi samráð við börn og ungmenni.

Bæjarráð - 3836. fundur - 01.02.2024

Lögð fram til samþykktar stefna Akureyrarbæjar um íbúasamráð til 2026 ásamt aðgerðaáætlun. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 23. nóvember sl. að vísa stefnunni til kynningar og umsagnar í fastanefndum, ungmennaráði, öldungaráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagsviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða stefnu um íbúasamráð ásamt aðgerðaáætlun með fjórum atkvæðum og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista óska bókað:

Við teljum mjög mikilvægt að koma á laggirnar fjölmenningarráði Akureyrarbæjar og teljum við að það hefði átt að vera ein aðgerða stefnu um íbúasamráð.

Bæjarstjórn - 3540. fundur - 06.02.2024

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 1. febrúar 2024:

Lögð fram til samþykktar stefna Akureyrarbæjar um íbúasamráð til 2026 ásamt aðgerðaáætlun. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 23. nóvember sl. að vísa stefnunni til kynningar og umsagnar í fastanefndum, ungmennaráði, öldungaráði og samráðshópi um málefni fatlaðs fólks.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagsviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir framlagða stefnu um íbúasamráð ásamt aðgerðaáætlun með fjórum atkvæðum og vísar málinu til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista óska bókað:

Við teljum mjög mikilvægt að koma á laggirnar fjölmenningarráði Akureyrarbæjar og teljum við að það hefði átt að vera ein aðgerða stefnu um íbúasamráð.

Hlynur Jóhannsson kynnti málið.

Til máls tóku Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir, Jón Hjaltason og Lára Halldóra Eiríksdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum stefnu um íbúasamráð ásamt aðgerðaáætlun.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá.


Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista óska bókað:

Augljóslega hefur mistekist að boða ársfjórðungslega í bæjarráð, fulltrúa úr hópi innflytjenda eða aðila tengdum málefnum innflytjenda til samtals um málefni þeirra og helstu áskoranir, líkt og fram kemur í aðgerðaáætlun með Mannréttindastefnu Akureyrarbæjar. Í því ljósi leggjum við þunga áherslu á að stofnað verði fjölmenningarráð Akureyrarbæjar til þess að takast á við þær breyttu áherslur sem fjölmenningarleg samfélög kalla á á flestum sviðum samfélagsins, sem og að gefa fjölbreyttari hópi fólks kleift að taka þátt í ákvarðanatöku.

Bæjarráð - 3843. fundur - 04.04.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 27. mars 2024 varðandi hverfisnefndir Akureyrarbæjar. Ein af aðgerðum stefnu um íbúasamráð sem samþykkt var í bæjarstjórn 6. febrúar sl. gerir ráð fyrir að hverfisnefndir á Akureyri verði lagðar niður og öðrum aðferðum beitt til samráðs við íbúa.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Í samræmi við stefnu um íbúasamráð samþykkir bæjarráð fyrir sitt leyti að fella úr gildi samþykktir fyrir hverfisnefndir á Akureyri, þar sem öðrum fjölbreyttum og markvissum aðferðum verður beitt til samráðs við íbúa. Hverfisráð í Hrísey og Grímsey starfa áfram, en í stefnu um íbúasamráð er gert ráð fyrir auknum stuðningi sveitarfélagsins við þau. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til umræðu og afgreiðslu.

Bæjarstjórn - 3544. fundur - 16.04.2024

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 4. apríl 2024:

Lagt fram minnisblað dagsett 27. mars 2024 varðandi hverfisnefndir Akureyrarbæjar. Ein af aðgerðum stefnu um íbúasamráð sem samþykkt var í bæjarstjórn 6. febrúar sl. gerir ráð fyrir að hverfisnefndir á Akureyri verði lagðar niður og öðrum aðferðum beitt til samráðs við íbúa.

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Í samræmi við stefnu um íbúasamráð samþykkir bæjarráð fyrir sitt leyti að fella úr gildi samþykktir fyrir hverfisnefndir á Akureyri, þar sem öðrum fjölbreyttum og markvissum aðferðum verður beitt til samráðs við íbúa. Hverfisráð í Hrísey og Grímsey starfa áfram, en í stefnu um íbúasamráð er gert ráð fyrir auknum stuðningi sveitarfélagsins við þau. Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar til umræðu og afgreiðslu.

Heimir Örn Árnason kynnti.

Til máls tóku Gunnar Már Gunnarsson og Ásrún Ýr Gestsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum í samræmi við stefnu Akureyrarbæjar um íbúasamráð að fella úr gildi samþykkt fyrir hverfisnefndir á Akureyri.