Gjaldskrár Akureyrarbæjar 2023

Málsnúmer 2022110941

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3790. fundur - 01.12.2022

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagða tillögu að gjaldskrám Akureyrarbæjar fyrir árið 2023 og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Í verðsamanburði 20 stærstu sveitarfélaga landsins eru leikskólagjöld á Akureyri þau fjórðu dýrustu, sé miðað við eitt barn í 8 tíma með fæði. Miðað við breytingar á gjaldskrá kemur þetta gjald til með að hækka, en réttara væri að lækka það. Þá væri æskilegt að falla frá hækkun á gjaldskrá á heimsendum mat fyrir eldri borgara, en verðskráin hjá Akureyrarbæ er nokkuð há í samanburði við önnur sveitarfélög.

Bæjarstjórn - 3520. fundur - 06.12.2022

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 1. desember 2022:

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2023.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista sat fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum framlagða tillögu að gjaldskrám Akureyrarbæjar fyrir árið 2023 og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Hilda Jana Gísladóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Í verðsamanburði 20 stærstu sveitarfélaga landsins eru leikskólagjöld á Akureyri þau fjórðu dýrustu, sé miðað við eitt barn í 8 tíma með fæði. Miðað við breytingar á gjaldskrá kemur þetta gjald til með að hækka, en réttara væri að lækka það. Þá væri æskilegt að falla frá hækkun á gjaldskrá á heimsendum mat fyrir eldri borgara, en verðskráin hjá Akureyrarbæ er nokkuð há í samanburði við önnur sveitarfélög.

Andri Teitsson kynnti.

Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagðar gjaldskrár.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni og óska bókað:

Það er miður að meirihlutinn ætli bæði að hækka verð á heimsendum mat til eldri borgara og hækka gjöld foreldra vegna leikskólavistar barna, að meðtöldum fæðiskostnaði. Báðar þessar gjaldskrár eru háar í samanburði við önnur sveitarfélög, en sem dæmi eru leikskólagjöld á Akureyri nú þegar þau fjórðu dýrustu, sé miðað við eitt barn í 8 tíma á dag með fæði, í samanburði 20 stærstu sveitarfélaga landsins.