EES samstarfsverkefni með pólsku borginni Jelenia Góra

Málsnúmer 2021120573

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3754. fundur - 13.01.2022

Kynning á EES samstarfsverkefni með pólsku borginni Jelenia Góra.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur rétt að skoða möguleika á þátttöku í samstarfsverkefninu og felur bæjarstjóra ásamt starfsmönnum að eiga fjarfund með borgarstjóra og fulltrúum Jelenia Góra um málið.

Bæjarráð - 3790. fundur - 01.12.2022

Lögð fram til kynningar drög að samstarfssamningi við pólsku borgina Jelenia Góra en samstarfið er kostað af Uppbyggingarsjóði EES. Samstarfið mun fela í sér gagnkvæmar heimsóknir ungmenna þar sem áhrif og lýðræðisleg þátttaka þeirra verða meginviðfangsefni og gagnkvæmar heimsóknir og samstarf sérfræðinga og stjórnmálafólks um stafræna þróun opinberrar þjónustu, vistvænar almenningssamgöngur og nýtingu jarðvarma.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð fagnar aukinni samvinnu við Pólland og samþykkir framlögð drög og felur bæjarstjóra að undirrita samstarfssamning fyrir hönd bæjarins.