Rammi að samkomulagi um samræmda móttöku flóttafólks

Málsnúmer 2022081254

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1355. fundur - 14.09.2022

Lagður fram rammi að samningi ríkis og sveitarfélaga um samræmda móttöku flóttamanna.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Gyða Björk Ólafsdóttir verkefnastjóri samræmdrar móttöku flóttamanna sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur starfsmönnum að ganga til viðræðna við ríkið um samning varðandi samræmda móttöku flóttafólks.

Velferðarráð - 1357. fundur - 11.10.2022

Lagt fram minnisblað um móttöku flóttfólks á Akureyri og stöðu samningaviðræðna við ríkið um móttöku þeirra.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið og kynnti málið.
Velferðarráð þakkar kynninguna og felur Önnu Marit forstöðumanni félagsþjónustu að vinna málið áfram.

Velferðarráð - 1360. fundur - 23.11.2022

Lagður fram þjónustusamningur um samræmda móttöku flóttafólks til samþykktar.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til samþykktar í bæjarráði.

Bæjarráð - 3790. fundur - 01.12.2022

Liður 2 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 23. nóvember 2022:

Lagður fram þjónustusamningur um samræmda móttöku flóttafólks til samþykktar.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti þar sem gert er ráð fyrir að Akureyrarbær veiti að lágmarki 170 og að hámarki 350 notendum þjónustu á grundvelli samningsins og vísar honum til samþykktar í bæjarráði.

Karólína Gunnarsdóttir starfandi sviðsstjóri velferðarsviðs og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.