Unnu til verðlauna í teiknisamkeppni breska sendiráðsins

Myndir krakkanna úr Giljaskóla.
Myndir krakkanna úr Giljaskóla.

Þrír krakkar úr Giljaskóla unnu til verðlauna í teiknisamkeppni sem sendiráð Bretlands á Íslandi hélt nýverið í tengslum við útgáfu bókarinnar "Tæknitröll og íseldfjöll" eftir breska sendiherrann Dr. Bryony Mathew. Verðlaunahafarnir eru Aleksandra Staniszewska, Nökkvi Freyr Hjálmarsson og Vigdís Anna Sigurðardóttir öll í 7. bekk.

Í síðustu viku kom sendiherrann ásamt tveimur starfsmönnum sendiráðsins í heimsókn í Giljaskóla og hitti nemendur 4. bekkjar til að ræða við þá um spennandi störf framtíðar. Krakkarnir sýndu lifandi áhuga á því sem um var rætt og tóku virkan þátt í samtalinu við þessa góðu gesti.

Bryony er doktor í taugavísindum og einnig barnabókahöfundur. Nýlega gaf sendiráðið út bók hennar um störf framtíðarinnar á íslensku, bókin verður ekki til sölu heldur mun breska sendiráðið gefa prentuð eintök þeim bókasöfnum og skólum sem þess óska.

Í bókinni er fjallað um möguleikana í framtíðinni, fjölbreytileika, að allir glíma við áskoranir og að við lærum á ólíkan hátt. Verkefnið hefur fengið góðan stuðning innanlands frá ráðherrum, meðal annars mennta- og menningarmála, og forsetafrúnni Elizu Reid.

Hérna er hægt að lesa um bókina og skoða rafræna útgáfu hennar.

Hérna má lesa um Dr. Bryony.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan