Ljósaganga í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi

Stígurinn við Drottningarbraut og Samkomubrúin eru á meðal þeirra mannvirkja sem eru lýst upp með ap…
Stígurinn við Drottningarbraut og Samkomubrúin eru á meðal þeirra mannvirkja sem eru lýst upp með appelsínugulum lit í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi.

Fimmtudaginn 1. desember kl. 16.30 fer fram ljósaganga í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Þann 25. nóvember var alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi á konum og 10. desember er hinn alþjóðlegi mannréttindadagur. Markmið átaksins er að knýja á um afnám alls ofbeldis.

Gengið verður frá Zontahúsinu, Aðalstræti 54, og að Bjarmahlíð, Aðalstræti 14, þar sem Bjarney Rún Haraldsdóttir, teymisstjóri Bjarmahlíðar, flytur stutt erindi.

Að göngunni standa Soroptimistaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbburinn Þórunn hyrna ásamt nemendafélögum Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri.

Allir eru hvattir til að mæta og ganga saman gegn ofbeldi.

Eftirtaldar byggingar eru lýstar upp með appelsínugulum lit í tilefni átaksins:

  • Glerárkirkja
  • Fjöru-Drottningarbrautarstígur
  • Menntaskólinn á Akureyri
  • Ráðhúsið Geislagötu 9
  • Minjasafnið og Nonnahús
  • Menningarhúsið Hof

Viðburðurinn á Facebook.

Marsz Światła („Ljósaganga“)

1 grudnia 2022 w czwartek o godz. 16:30 jest organizowany Marsz Światła („Ljósaganga“) z okazji 16 Dni Akcji Przeciwko Przemocy. 25 listopada został ustanowiony Międzynarodowym Dniem Przeciw Przemocy wobec Kobiet, a 10 grudnia Dniem Praw Człowieka. Celem kampanii jest dążenie do eliminacji wszelkiej przemocy.

Marsz rozpocznie się przed Domem Zonta przy ul. Aðalstræti 54, a następnie uczestnicy przejdą na ul. Aðalstræti 14, gdzie wysłuchają krótkiego przemówienia p. Bjarney Rún Haraldsdóttir, która kieruje zespołem pracującym dla Bjarmahlíð.

Marsz jest organizowany przez Klub Soroptymistek w Akureyri, Klub Zonta w Akureyri, Klub Zonta im. Þórunn Hyrna wraz ze stowarzyszeniami uczniowskimi ze szkół Menntaskólinn á Akureyri oraz Verkmenntaskólinn á Akureyri.

Zachęcamy wszystkich do więcia udziału we wspólnym marszu przeciwko przemocy.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan