Velferðarráð - rekstraryfirlit 2017

Málsnúmer 2017010088

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1249. fundur - 15.03.2017

Lögð fram til kynningar rekstraryfirlit búsetusviðs, fjölskyldusviðs og Öldrunarheimila Akureyrarbæjar fyrir janúar 2017.

Lúðvík Freyr Sæmundsson fjármálastjóri ÖA, Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetusviðs og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1250. fundur - 05.04.2017

Lögð fram til kynningar rekstraryfirlit búsetusviðs, fjölskyldusviðs og Öldrunarheimila Akureyrarbæjar fyrir febrúar 2017.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA, Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu á búsetusviði og Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1252. fundur - 10.05.2017

Lögð fram rekstraryfirlit búsetusviðs, fjölskyldusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2017 ásamt skýringum.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldusviðs, Bryndís Dagbjartsdóttir skrifstofustjóri fjölskyldusviðs og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1254. fundur - 07.06.2017

Lögð fram rekstraryfirlit mála á sviði velferðarráðs fyrir tímabilið janúar til apríl 2017.

Velferðarráð - 1257. fundur - 30.08.2017

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir rekstur allra málaflokka.

Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu á búsetusviði sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1262. fundur - 04.10.2017

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir 8 mánaða rekstur allra málaflokka.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri Öldrunarheimila Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð óskar eftir kynningu á málefnum barnaverndar með hliðsjón af auknum vanda vegna vímuefnaneyslu.

Velferðarráð þakkar kynningu.

Velferðarráð - 1264. fundur - 01.11.2017

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir 9 mánaða rekstur allra málaflokka.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri Öldrunarheimila Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1268. fundur - 20.12.2017

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir 10 mánaða rekstur allra málaflokka.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Kolbeinn Aðalsteinsson skrifstofustjóri búsetusviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu fjölskyldusviðs og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1272. fundur - 21.02.2018

Lögð fram og kynnt rekstraryfirlit allra málaflokka, fjölskyldusviðs, búsetusviðs, Öldrunarheimila Akureyrar og velferðarráðs. Yfirlitin miða við stöðu bókhalds ársins 2017 pr. 20 febrúar sl.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið.