Öldrunarheimili Akureyrarbæjar - dagþjónusta

Málsnúmer 2015070050

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1212. fundur - 26.08.2015

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA gerði grein fyrir minnisblaði sínu dagsettu 19. ágúst 2015 varðandi skipan og áherslur í dagþjónustu hjá ÖA.

Velferðarráð - 1213. fundur - 02.09.2015

Lögð fram tillaga Halldórs Sigurðar Guðmundssonar framkvæmdastjóra ÖA um að starfsemi dagþjónustunnar í Víðilundi flytji starfsemi sína í Hlíð, Austurbyggð 17. Þar með verði öll dagþjónusta starfrækt á einum stað og með því náist betur að mæta þörfum notenda og auka gæði þjónustunnar.
Á fundinn mættu undir þessum lið Friðný Sigurðardóttir þjónustustjóri, Helga Guðrún Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri og staðgengill framkvæmdastjóra og Björg Jónína Gunnarsdóttir deildarstjóri dagþjónustu í Víðilundi.
Velferðarráð samþykkir að flytja starfsemi dagþjónustu í Víðilundi í Hlíð, Austurbyggð 17. Kostnaður vegna flutnings verði áætlaður í fjárhagsáætlun 2016.

Velferðarráð - 1225. fundur - 02.03.2016

Lögð fram tillaga framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrarbæjar Halldórs Guðmundssonar og þjónustustjóra ÖA Friðnýjar Sigurðardóttur um endurskoðun á reglum frá 2012 um dagþjálfun (áður dagþjónusta).
Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

Velferðarráð - 1230. fundur - 18.05.2016

Tekin fyrir að nýju tillaga Halldórs Guðmundssonar framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Friðnýjar Sigurðardóttur þjónustustjóra ÖA um endurskoðun á reglum frá 2012 um dagþjálfun (áður dagþjónusta), málinu var frestað á fundi 3. mars 2016.
Velferðarráð samþykkir framlagða tillögu að nýjum reglum fyrir dagþjálfun og vísar málinu til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3394. fundur - 07.06.2016

8. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 18. maí 2016:

Tekin fyrir að nýju tillaga Halldórs Guðmundssonar framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Friðnýjar Sigurðardóttur þjónustustjóra ÖA um endurskoðun á reglum frá 2012 um dagþjálfun (áður dagþjónusta), málinu var frestað á fundi 3. mars 2016.

Velferðarráð samþykkir framlagða tillögu að nýjum reglum fyrir dagþjálfun og vísar málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir reglurnar með 11 samhljóða atkvæðum.

Velferðarráð - 1252. fundur - 10.05.2017

Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu ÖA kynnti tillögu að breytingu á reglum um dagþjálfun. Með breytingunni er leitast við að einstaklingsmiða þjálfunina og að reglulega fari fram endurmat á þörf og nýtingu dagþjálfunarrýma.

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA og Lúðrík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar kynninguna.

Velferðarráð - 1254. fundur - 07.06.2017

Lögð fram til kynningar skýrsla dagsett í maí 2017 frá Sjúkratryggingum Íslands um umfang og greiðslur fyrir þjónustu í dagdvöl fyrir aldraða árið 2016.

Velferðarráð - 1257. fundur - 30.08.2017

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti og lagði fram tillögu að breytingu á reglum um dagþjálfun sem tekur mið af áherslum um reglubundið endurmat á þörfum notenda dagþjálfunar sbr. umfjöllun velferðarráðs á fundi þann 10. maí sl.

Velferðarráð - 1264. fundur - 01.11.2017

Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu og framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson, kynntu tillögu að breytingu á reglum um dagþjálfun sem tekur mið af áherslum um reglubundið endurmat á þörfum notenda dagþjálfunar sbr. umfjöllun velferðarráðs á fundi 10. maí og 30. ágúst 2017.

Í breytingunni felst líka heimild til að setja gjaldskrá um þátttöku notenda í aksturþjónustu í og úr dagþjálfun.
Frestað til næsta fundar.

Velferðarráð - 1265. fundur - 15.11.2017

Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu og framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson, kynntu tillögu að breytingu á reglum um dagþjálfun sem tekur mið af áherslum um reglubundið endurmat á þörfum notenda dagþjálfunar sbr. umfjöllun velferðarráðs á fundi 10. maí og 30. ágúst 2017.
Velferðarráð samþykkir tillögurnar og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3424. fundur - 05.12.2017

5. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 15. nóvember 20107:

Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu og framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson, kynntu tillögu að breytingu á reglum um dagþjálfun sem tekur mið af áherslum um reglubundið endurmat á þörfum notenda dagþjálfunar sbr. umfjöllun velferðarráðs á fundi 10. maí og 30. ágúst 2017.

Velferðarráð samþykkir tillögurnar og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Edward Hákon Huijbens V-lista lagði fram tillögu um að málinu yrði frestað og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn - 3425. fundur - 12.12.2017

Tekið fyrir að nýju, bæjarstjórn frestaði afgreiðslu á síðasta fundi sínum.

5. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 15. nóvember 20107:

Friðný Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu og framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson, kynntu tillögu að breytingu á reglum um dagþjálfun sem tekur mið af áherslum um reglubundið endurmat á þörfum notenda dagþjálfunar sbr. umfjöllun velferðarráðs á fundi 10. maí og 30. ágúst 2017.

Velferðarráð samþykkir tillögurnar og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu velferðarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.