ÖA - fyrirspurn vegna RUG stuðla

Málsnúmer 2017070100

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1257. fundur - 30.08.2017

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti erindi frá Sjúkratryggingum Íslands um upplýsingar og skýringar varðandi breytingar á RUG stuðlum og Rai mati hjá ÖA.

Kynnti hann einnig samantekt ÖA til að svara erindinu.

Velferðarráð - 1262. fundur - 04.10.2017

Lögð fram til kynningar fyrirspurn frá Sjúkratryggingum Íslands vegna breytinga á RUG hjúkrunarþyngdarstuðlum hjá Öldrunarheimilum Akureyrar.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar lagði fram svarbréf vegna fyrirspurnarinnar og kynnti yfirlit um þróun RUG stuðla hjá ÖA og nokkrum öðrum hjúkrunarheimilum.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri Öldrunarheimila Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð þakkar kynningu.