Þjónustuhópur aldraðra

Málsnúmer 2017030620

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1250. fundur - 05.04.2017

Á fundi félagsmálaráðs Akureyrar þann 20. ágúst 2014 var samþykkt að skipa Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóra ÖA sem fulltrúa í þjónustuhóp aldraðra sbr. 7. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999 og Soffíu Lárusdóttur framkvæmdastjóra búsetudeildar til vara.

Af gögnum málsins verður ekki ráðið að tilnefningin hafi verið send Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og ekkert hefur verið bókað um skipan þjónustuhópsins í fundargerðir stjórnar AFE frá þessum tíma.
Velferðarráð beinir því til Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar að óskað verði eftir tilnefningum annarra hlutaðeigandi aðila og þjónustuhópurinn virkjaður. Þar sem Soffía Lárusdóttir hefur látið af störfum er Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu á búsetusviði tilnefnd sem varamaður í hennar stað.

Velferðarráð - 1257. fundur - 30.08.2017

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson, greindi frá að fyrsti fundur fullskipaðs Þjónustuhóps aldraðra hafi verið haldinn 22. ágúst sl.

Í hópnum sitja:

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA tilnefndur sem aðalfulltrúi fyrir hönd Akureyrarkaupstaðar.

Fyrir hönd sveitarfélaga, Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit.

Fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Norðurlands Þórdís Rósa Sigurðardóttir yfirhjúkrunarfræðingur og Magnús Ólafsson læknir.

Fyrir hönd félags eldri borgara Margrét Pétursdóttir hjúkrunarfræðingur.

Velferðarráð - 1262. fundur - 04.10.2017

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar Þjónustuhóps aldraðra sem haldin var 22. ágúst 2017.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri Öldrunarheimila Akureyrar sat fundinn undir þessu lið.
Velferðarráð þakkar kynninguna.

Velferðarráð - 1263. fundur - 18.10.2017

Lögð fram til kynningar fundargerð 2. fundar Þjónustuhóps aldraðra sem haldinn var 12. september 2017.
Velferðarráð vekur athygli frístundaráðs á tilmælum þjónustuhóps aldraðra sbr. 3. dagskrárlið fundar 02-2017.