Öldrunarheimili Akureyrar - gjafir

Málsnúmer 2014110182

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1210. fundur - 03.06.2015

Framkvæmdastjóri ÖA Halldór Sigurður Guðmundsson greindi frá að í tilefni Gleðidaga eða opins húss á ÖA dagana 29. og 30. maí hafi hann veitt viðtöku lista- og hugverkum frá Jóhanni Ingimarssyni (Nóa), íbúa í Víðihlíð. Nói hefur fært ÖA að gjöf fjögur verk eftir sig, verkið "Gosið" í anddyri Hlíðar ásamt hönnun á borði og hillum þar, útilistaverkið "Sól og Máni" sem er í suðurgarði Hlíðar, verkið "Hringur" í anddyri Hlíðar og síðan verkið "Tengsl" sem afhent var á Gleðidögunum og er á veggjum í Kaffi Sól.
Velferðarráð felur framkvæmdastjóra að færa Jóhanni Ingimarssyni, Nóa, bestu þakkir fyrir höfðinglegar gjafir til Öldrunarheimila Akureyrar.

Velferðarráð - 1217. fundur - 21.10.2015

Lagt fram minnisblað dagsett 13. október 2015 frá Þóru Sif Sigurðardóttur forstöðumanni Lögmannshlíðar á ÖA þar sem hún greinir frá veglegri gjöf frá Guðrúnu Kristinsdóttur íbúa í Lögmannshlíð. Gjöfin er göngubretti með loftlyftibúnaði sem staðsett er í þjálfunarherbergi Lögmannshlíðar.
Forstöðumaður hefur fært gefanda sérstakar þakkir f.h. íbúa og heimilisins.
Velferðarráð þakkar þessa höfðinglegu gjöf og felur framkvæmdastjóra að koma sérstökum þökkum til gefanda.

Velferðarráð - 1257. fundur - 30.08.2017

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá að ÖA hafi borist hjartastuðtæki að gjöf frá St. Georgsgildinu á Akureyri sbr. meðf. gjafabréf.
Framkvæmdastjóra ÖA er falið að færa St. Georgsgildinu á Akureyri þakkir velferðarráðs.