ÖA - umsókn um vínveitingaleyfi

Málsnúmer 2017080109

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1257. fundur - 30.08.2017

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA kynnti að send hafi verið inn umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Öldrunarheimili Akureyrar.

Um nokkurt skeið hefur staðið til að sækja um slíkt leyfi enda hafa kráarkvöld verið haldin að jafnaði einu sinni í mánuði sl. 10 ár auk hátíðarviðburða og þorrablóta.

Þá hafa önnur hjúkrunarheimili verið að sækja um slík leyfi og aðlaga starfsemi sína m.a. til að ná hagræði í innkaupum og afgreiðslu.

Velferðarráð - 1269. fundur - 17.01.2018

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, lagði fram til kynningar leyfisbréf dagsett 19. desember 2017 vegna vínveitinga til handa Öldrunarheimilum Akureyrar.