Leiguíbúðir Akureyrarbæjar - leiguverð

Málsnúmer 2012110070

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1154. fundur - 14.11.2012

Lagt fram og kynnt minnisblað Dans J. Brynjarssonar fjármálastjóra og Guðríðar Friðriksdóttur framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrarbæjar dags. 7. nóvember 2012.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

Félagsmálaráð - 1159. fundur - 13.02.2013

Tekin upp að nýju umræða um leiguverð í leiguíbúðum Akureyrarbæjar. Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Einnig mættu á fundinn undir þessum lið Dan J. Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfultrúi. Lagt var fram minnisblað Jóns Heiðars Daðasonar dags. 4. febrúar 2013 um tölfræðilega greiningu á leiguhækkun og sérstakar húsaleigubætur.

Félagsmálaráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Félagsmálaráð - 1165. fundur - 29.05.2013

Tekin var fyrir umræða um leiguverð í leiguíbúðum Akureyrarbæjar en málið var á dagskrá 14. febrúar sl. Lagt var fram minnisblað Jóns Heiðars Daðasonar dags. 1. mars 2013 um tölfræðilega greiningu á leiguhækkun og sérstakar húsaleigubætur.

Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs að húsaleiga í leiguíbúðum Akureyrarbæjar verði hækkuð frá 1. september 2013 umfram vísitöluhækkun.

Prósentuhækkun á íbúðir er sem hér segir:

2ja herbergja 17,5%, 3ja herbergja 15,3%, 4ra herbergja 13,5% og 5 herbergja 11,5%.

Jafnframt verði frá sama tíma teknar upp sérstakar húsaleigubætur.

Bæjarráð - 3370. fundur - 06.06.2013

3. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 29. maí 2013:
Tekin var fyrir umræða um leiguverð í leiguíbúðum Akureyrarbæjar en málið var á dagskrá 14. febrúar sl. Lagt var fram minnisblað Jóns Heiðars Daðasonar dags. 1. mars 2013 um tölfræðilega greiningu á leiguhækkun og sérstakar húsaleigubætur.
Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti og vísar til bæjarráðs að húsaleiga í leiguíbúðum Akureyrarbæjar verði hækkuð frá 1. september 2013 umfram vísitöluhækkun.
Prósentuhækkun á íbúðir er sem hér segir:
2ja herbergja 17,5%, 3ja herbergja 15,3%, 4ra herbergja 13,5% og 5 herbergja 11,5%.
Jafnframt verði frá sama tíma teknar upp sérstakar húsaleigubætur.

Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálaráðs og vekur um leið athygli á að með upptöku sérstakra húsaleigubóta mun húsnæðiskostnaður þeirra tekjulægri haldast því sem næst óbreyttur.

Velferðarráð - 1253. fundur - 24.05.2017

Lagt fram minnisblað Jóns Heiðars Daðasonar húsnæðisfulltrúa fjölskyldusviðs um verð á leiguíbúðum bæjarins, tengsl við sérstakar húsaleigubætur og þörf fyrir hækkun á leiguverði.

Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi fjölskyldusviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu og Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1254. fundur - 07.06.2017

Tekin fyrir að nýju málefni leiguíbúða bæjarins m.t.t. hækkunar leiguverðs.

Lögð fram tillaga Jóns Heiðars Daðasonar húsnæðisfulltrúa fjölskyldusviðs dagsett 1. júní 2017.

Jón Heiðar Daðason sat fundinn undir þessum lið.
Málinu frestað til næsta fundar.

Bæjarráð - 3558. fundur - 22.06.2017

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi fóru yfir málefni leiguíbúða bæjarins með tilliti til hækkunar leiguverðs.

Einnig sat Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur fjölskyldusviði að leggja fram gögn á næsta fundi bæjarráðs í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3559. fundur - 29.06.2017

Tekið fyrir að nýju, á fundi sínum þann 22. júní sl. fól bæjarráð fjölskyldusviði að leggja fram gögn á næsta fundi í samræmi við umræður á fundinum.

Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi mætti á fund bæjarráðs og fór yfir gögnin.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu velferðarráðs.

Matthías Rögnvaldsson L-lista og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri véku af fundi kl. 09:50.

Velferðarráð - 1256. fundur - 16.08.2017

Tekin fyrir að nýju tillaga um að hækka leiguverð í leiguíbúðum Akureyrarbæjar. Málið var áður á dagskrá í velferðarráði 24. maí og 7. júní og í bæjarráði 22. og 29. júní sl.
Ákvörðun frestað.

Bæjarráð - 3564. fundur - 17.08.2017

Erla Björg Guðmundsdóttir formaður velferðarráðs, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir málið.

Einnig sat Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs fund bæjarráðs undir þessum lið.

Velferðarráð - 1257. fundur - 30.08.2017

Tekin fyrir að nýju tillaga um að hækka leiguverð umfram vísitölu í leiguíbúðum Akureyrarbæjar dagsett 1. júní 2017. Málið var áður á dagskrá í velferðarráði og bæjarráði í júní og ágúst sl. Lagt er til að húsaleiga á 2ja herbergja íbúðum og þjónustukjörnum þar sem eru herbergi, herbergi með baði og stúdíóíbúðir hækki um 3,8%. Leiguverð á 3ja herbergja íbúðum hækki um 10%. Annað húsnæði hækki um 3% en þó hækkar ekki húsaleiga í Grímsey og Hrísey. Hækkunin taki gildi 1. janúar 2018.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir tillöguna og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3418. fundur - 05.09.2017

10. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 30. ágúst 2017:

Tekin fyrir að nýju tillaga um að hækka leiguverð umfram vísitölu í leiguíbúðum Akureyrarbæjar dagsett 1. júní 2017.

Málið var áður á dagskrá í velferðarráði og bæjarráði í júní og ágúst sl. Lagt er til að húsaleiga á 2ja herbergja íbúðum og þjónustukjörnum þar sem eru herbergi, herbergi með baði og stúdíóíbúðir hækki um 3,8%. Leiguverð á 3ja herbergja íbúðum hækki um 10%. Annað húsnæði hækki um 3% en þó hækkar ekki húsaleiga í Grímsey og Hrísey. Hækkunin taki gildi 1. janúar 2018.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu og Jón Heiðar Daðason húsnæðisfulltrúi sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir tillöguna og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu um hækkun á leiguverði í leiguíbúðum Akureyrarbæjar dagsetta 1. júní 2017 og að hækkunin taki gildi frá og með 1. janúar 2018 með 11 samhljóða atkvæðum.