Skipulagsráð

416. fundur 31. janúar 2024 kl. 08:15 - 11:58 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir formaður
 • Þórhallur Jónsson
 • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
 • Sif Jóhannesar Ástudóttir
 • Jón Hjaltason
 • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
 • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
 • Einar Sigþórsson fundarritari
 • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá

2.Stefna aðalskipulags um útleigu íbúða

Málsnúmer 2024011395Vakta málsnúmer

Farið yfir reglur aðalskipulags Akureyrbæjar um útleigu íbúða.
Skipaður er vinnuhópur um stefnu aðalskipulags um útleigu íbúða í skammtímaleigu sem samanstendur af starfsmanni á þjónustu- og skipulagssviði, Sunnu Hlín Jóhannesdóttur B-lista, Sindra Kristjánssyni S-lista og Þórhalli Jónssyni D-lista.

Skipulagsfulltrúa er falið að útbúa erindisbréf og leggja fyrir næsta fund skipulagsráðs.

3.Blöndulína 3 - aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024010552Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2024 þar sem að Hlín Benediktsdóttir f.h. Landsnets hf. sækir um breytingu á aðalskipulagi Akureyrarbæjar 2018-2030 sem felur í sér breytingar á legu Blöndulínu 3 miðað við valkost C2 ásamt minniháttar breytingum sem gerðar voru síðar.

Breytingin felur í sér að innan sveitarfélagamarka Akureyrar færi fyrirhuguð Blöndulína 3 um lönd Hrappsstaða, Kífsár, Hesjuvalla og Lögmannshlíðar ofan byggðar á Akureyri, í núverandi tengivirki að Rangárvöllum. Fyrirhuguð framkvæmd við Blöndulínu 3 felur einnig í sér niðurrif núverandi Rangárvallalínu 1, nokkru eftir að Blöndulína 3 verður komin í rekstur.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð lýsingar aðalskipulagsbreytingar. Í lýsingunni verði tilgreint það svæði sem línan færi um án þess að tekin sé afstaða til, á þessari stundu, hvort um væri að ræða háspennulínu ofanjarðar alla leið eða að hluti línu verði í jarðstreng. Skipulagsráð áréttar að fram kemur í stefnu stjórnvalda að línulagnir í þéttbýli skulu lagðar í jörðu og horft verði til þessa í allri hönnunarvinnu.

4.Austursíða 4 - umsókn um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 2023090795Vakta málsnúmer

Erindi Baldurs Ólafs Svavarssonar dagsett 10. janúar 2024, f.h. Norðurtorgs ehf., þar sem lögð er fram uppfærð tillaga að uppbyggingu íbúðarhúss á lóð Austursíðu 6. Felur uppbygging íbúðarhúss á lóðinni í sér að gerð verði breyting á aðalskipulagi.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi svæðisins sem felur í að breyta landnotkun í verslun- og þjónustu með heimild fyrir íbúðir.


Sindri Kristjánsson S-lista óskar bókað eftirfarandi :

Undirritaður hefur þegar lýst talsverðum efasemdum um þessa tillögu. Með þeirri tillögu sem hér er framkomin hefur verið reynt að eyða, eða a.m.k. draga verulega úr þeim efasemdum. Umhverfi tillögunar er að einhverju leyti manneskjuvænni og vistlegri frá því sem áður var, þó svo að enn hafi tillagan á sér það yfirbragð að mínu mati að reisa eigi fjölbýlishús á umferðareyju. Aðrar efasemdir um tillöguna, sem felur m.a. í sér breytingu á aðalskipulagi, standa enn eftir að mestu. Til að bregðast við skorti á íbúðamarkaði í bænum með auknu lóðaframboði eru fjöldamörg önnur tækifæri, aðrar staðsetningar sem henta mun betur til íbúðauppbyggingar að mati undirritaðs.

5.Njarðarnes 8 - deiliskipulagsbreyting með lóðarstækkun

Málsnúmer 2024010507Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2024 þar sem að Valbjörn Vilhjálmsson f.h. Daggar ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér stækkun á lóðinni Njarðarnes 8 til norðurs yfir óbyggt svæði sem liggur að Goðanesi. Uppi eru hugmyndir um stækkun á núverandi byggingu til norðurs á tveimur hæðum og þá með aðkomu á neðri hæð frá Goðanesi.
Skipulagsráð bendir á að í vinnslu er breyting á deiliskipulagi svæðisins sem felur í sér að afmörkuð verður ný lóð við Goðanes á því svæði sem erindið nær til. Er stefnt að því að sú lóð verði auglýst á næstu mánuðum og verður þá hægt að sækja um lóðina og í kjölfarið óska eftir sameiningu við Njarðarnes 8.

6.Viðjulundur 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022120336Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóða við Viðjulund 1 og 2 þar sem gerðar hafa verið breytingar til að koma til móts við samþykkt skipulagsráðs frá 25. október 2023. Þær breytingar sem gerðar hafa verið eru eftirfarandi:


- Vestara húsið á lóðinni lækkar úr 7 hæðum í 6 hæðir.

- Felld eru út ákvæði um uppgefinn fjölda íbúða í hvoru húsi.

- Ákvæði um fjölda bílastæða breytast til samræmist við ákvæði Hagahverfis og Móahverfis.

- Bil milli byggingarreita minnkar úr 9 í 7 m.

- Bætt er við ákvæði um að svalir og skyggni megi standa 1,5 m út fyrir byggingarreit.

- Sett er inn kvöð um girðingu meðfram vesturlóðarmörkum til að lækka vindhraða.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi breyting á deiliskipulagi sem nær til lóða við Viðjulund 1 og 2 verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru nema breytingu sem felur í sér að bil byggingarreita minnki úr 9 m í 7 m. Ráðið leggur einnig til að tillaga að svörum við innkomnum athugasemdum verði samþykkt.


Jón Hjaltason óflokksbundinn situr hjá við afgreiðslu málsins.

7.Fiskitangi - deiliskipulagsbreyting / umsókn um lóð

Málsnúmer 2024010498Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. janúar 2024 þar sem Hafnasamlag Norðurlands óskar eftir að afmörkuð verði lóð fyrir nýtt aðstöðuhús sem ráðgert er að verði reist austan við núverandi lóð við Fiskitanga 2 eða þá að sú lóð verði stækkuð. Felur þetta í sér breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis sunnan GLerár.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en í ljósi þess að ákveðin óvissa er í málum er varða lóðarmörk á svæðinu er skipulagsfulltrúa falið að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Fiskitanga 4 áður en málið er unnið áfram.

8.Sjafnarnes 4-8 - umsókn um lóðir

Málsnúmer 2024010837Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. janúar 2024 þar sem að Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um að tvær fyrirhugaðar lóðir við Sjafnarnes, nánar tiltekið lóðir 4 og 6, verði teknar frá fyrir Akureyrarbæ.

Lóðirnar eru hugsaðar undir vinnslu og geymslu á múr og glerbroti sem notað yrði í fyllingar s.s. gatnagerð og er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi til samræmis við fyrirhugaða notkun.

Einnig er óskað eftir því að lóð 8 verði ekki ráðstafað þar sem að hugsanlegt er að Akureyrarbær vilji sækja um hana til efnisgeymslu fyrir jarðvegsefni.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins.

9.Göngubrú yfir Glerá - ósk um breytingu á deiliskipulagi Glerár

Málsnúmer 2024011322Vakta málsnúmer

Erindi Ágústs Hafsteinssonar og Lilju Filippusdóttur dagsett 25. janúar 2024, f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Glerár. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að fyrirhuguð göngubrú yfir Glerár, vestan Hörgárbrautar, hliðrist um 50 m til austurs.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að útbúa lýsingu eða kynna vinnslutillögu skv. 3. og 40. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

10.Lautarmói 1-5 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu.

Málsnúmer 2024011266Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. janúar 2024 þar sem að Tryggvi Tryggvason f.h. HeiðGuðByggis ehf sækir um eftirfarandi breytingar á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Lautarmóa 1-5.


1. Að hús syðst og nyrst í lóðinni nr. 1 og 5 verði 5 hæðir til samræmis við útfærslu húsa á lóðunum Lækjarmói 2-8 og 1-7.

2. Að byggingarmagn megi flytjast milli húsa án þess að heildarbyggingarmagn lóðar breytist.

3. Að leyfilegir fermetrar kjallara flytjist undir lið fyrir geymslur og ganga í kjallara og annað skráist sem bílgeymsla.

4. Sótt er um að stigahús falli undir sama ákvæði í gr. 4.2 og stigagangar (auk svala og fl.) um að fá að fara allt að 1,5 m út fyrir byggingarreit, enda þarf jú að vera hægt að komast milli stigahúss og svalaganga !
Skipulagsráð samþykkir að heimila umsækjanda að leggja fram breytingu á deiliskipulagi til samræmis við lið 1 og 2. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og verði grenndarkynnt fyrir íbúum í Vestursíðu 24 til 38 ásamt lóðarhöfum Urðargils 10 - 14 skv. 44. gr. laganna.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

11.Rauðamýri 5 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024010501Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2024 þar sem Arnar Birgir Ólafsson f.h. Blíðfara ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Rauðamýri 5.

Breytingin felur í sér að svæði fyrir bílskúr verði fært frá austurhlið lóðarinnar og yfir á vesturhlið lóðarinnar.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista bar upp vanhæfi og vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Ráðið samþykkir að gera breytingu á deiliskipulagi Mýrahverfis til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Þingvallastrætis 30 og 32 ef að samþykki fæst frá lóðarhafa Rauðumýri 7.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

12.Hrafnabjörg 8 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2022060944Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs 10. ágúst 2022 var samþykkt að stækka lóðina Hrafnabjörg 8 en málið kláraðist aldrei þar sem gögn breytingar á deiliskipulagi bárust ekki. Nú liggja ný gögn fyrir og er málið því lagt fyrir að nýju í ljósi þess hversu langur tími hefur liðið frá samþykkt málsins.
Ráðið samþykkir að gera breytingu á deiliskipulagi Hrafnabjarga til samræmis við bókun skipulagsráðs frá 6. júlí 2022.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

13.Þingvallastræti 31 - bygging vinnustofu í bakgarði

Málsnúmer 2024011178Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2024 þar sem að Ívar Hauksson f.h. G.M.Í. ehf. sækir um leyfi til að byggja vinnustofu, 10x7 metrar að stærð, á suð-austur horni lóðarinnar.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin fyrir lóðarhöfum Þingvallastrætis 29 ásamt Norðurbyggðar 8, 10 og 12.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.


Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

14.Stekkjagerði 16 - grenndarkynning byggingaráforma

Málsnúmer 2024010714Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2024 þar sem að Valbjörn Ægir Vilhjálmsson f.h. Elmars Dan Sigþórssonar sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr og yfirbyggðu bílskýli við norðurhlið Stekkjargerðis 16. Einnig hafa verið gerðar miklar breytingar á útliti hússins og garðinum.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin fyrir lóðarhöfum Stekkjargerðis 18 ásamt Kotárgerðis 13 og 15.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

15.Verkmenntaskólinn á Akureyrir - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024011289Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. janúar 2024 þar sem að Anna Sofia Kristjánsdóttir f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins sækir um breytingu á gildandi deiliskipulagi Verkmenntaskólans.

Breytingin felur í sér að byggingarreitur lóðarinnar verði stækkaður til norðurs sem leyfir stækkun upp á allt að 2500 m².
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Jörvabyggðar 2-14, Hindarlunar 10-14 og Skálateigs 1 þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

16.Torfunefsbryggja - breyting á deiliskipulagi miðbæjar

Málsnúmer 2022090822Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni auglýsingu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar sem nær til hafnarsvæðis við Torfunef. Breytingartillagan var auglýst 28. júní 2023 með athugasemdafresti til 16. ágúst. Ein athugasemd barst auk umsagna frá Vegagerðinni, Minjastofnun og Norðurorku. Er tillagan lögð fram með nokkrum breytingum, eftir auglýsingu, sem tilgreindar eru í greinargerð.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með tilgreindum breytingum. Er skipulagsfulltrúa falið að leggja fram tillögu að umsögn við innkomnar athugasemdir sem lögð verður fram í bæjarstjórn.

17.Goðanes 3 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023111075Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Goðaness 3. Í breytingunni felst að heimilt verður að reisa einhalla hús með hámarks vegghæð upp á 12 m en í gildandi skipulagi er miðað við hámarkshæð upp á 12 m og vegghæð upp á 9 m. Þá er gert ráð fyrir hækkun gólfkóta um 40 cm. Ein athugasemd barst á kynningartíma. Þá liggja fyrir viðbrögð lóðarhafa við innkomnum athugasemdum.

Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Krossaneshaga, A áfanga, með þeim fyrirvara að texta varðandi húskóta verði breytt til samræmis við innkomnar athugasemdir. Þá samþykkir skipulagsráð jafnframt framlögð drög að svörum við efni athugasemda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

18.Hafnarstræti 100B - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023110095Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi dagsett 2. nóvember 2023 þar sem Rahim Hamarostami f.h. Turnsins Akureyri ehf. óskar eftir leyfi til að staðsetja söluvagn á hjólum aftan við Hafnarstræti 100B. Er gert ráð fyrir að í vagninum verði staðsett ýmis tæki sem tengjast fyrirhugaðri matsölu í Turninum.
Skipulagsráð hafnar erindinu og telur ekki að það sé fordæmi fyrir því að fyrirtæki í veitingarekstri fái að nota bílastæði sem hluta af eldhúsi með því að leggja þar matarvagni.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

19.Krákustígur 1 - umsókn um lóðarleigusamning

Málsnúmer 2023030640Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi Einars Ólafs Einarssonar þar sem óskað er eftir að gerður verði lóðarleigusamningur fyrir lóð nr. 1 við Krákustíg. Meðfylgjandi er greinargerð þar sem lýst er áformum um nýtingu lóðar og núverandi mannvirkis.
Meirihluti skipulagsráð samþykkir að gerður verði lóðarleigusamningur til samræmis við gildandi aðal- og deiliskipulag svæðisins. Felur það í sér að núverandi hús fær að standa og að lóðin verði skráð sem atvinnulóð, enda er hún í aðalskipulagi skilgreind sem hluti af miðsvæði.


Þórhallur Jónsson D-lista kýs á móti afgreiðslunni og óskar bókað eftirfarandi:

Ég tel ekki rétt að gerður verði lóðarleigusamingur og tel að húsið eigi að víkja þar sem það var aðeins með bráðabirgða stöðuleyfi og ekki var heimilt að selja til þriðja aðila. Þar að auki stendur húsið út í götu og skemmir þannig götumyndina. Réttast þætti mér að húsið yrði fjarlægt og lóðin þar eftir auglýst sem einbýlishúsalóð fyrir hús á tveimur hæðum.

20.Þursaholt 2-12 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2022060941Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Eiríks H. Haukssonar dagsett 24. janúar 2024, f.h. Búfesti hsf., þar sem óskað er eftir að skila inn lóðinni Þursaholt 2-12.
Skipulagsráð samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að útbúa minnisblað um möguleika á uppbyggingu lóðarinnar og leggja fyrir skipulagsráð.

21.Glerárgata 7 - stjórnsýslukæra

Málsnúmer 2023100311Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dagsettur 25. janúar 2024 vegna breytingar á deiliskipulagi miðbæjar sem nær til Glerárgötu 7. Niðurstaðan er að kröfu kæranda um ógildingu ákvörðunar bæjarstjórnar á samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar er hafnað.

22.Heiðarmói 10-14 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2024011400Vakta málsnúmer

Erindi Guðbrands Sigurðssonar dagsett 25. janúar 2024, f.h. Brynju leigufélags, þar sem óskað er eftir að fá úthlutað lóðinni Heiðarmóa 10-14. Er jafnframt óskað eftir breytingu á deiliskipulagi á þann veg að á lóðinni megi byggja 6 tveggja herbergja íbúðir. Er umsóknin í samræmi við samkomulag félagsins og Akureyrarbæjar frá því í ágúst 2022 um að bæta við 32 íbúðum við leigusafnið á tímabilinu 2022 til 2026.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn, með vísun í samkomulag við Brynju leigufélag frá því í ágúst 2022, að lóðinni verði úthlutað til Brynju leigufélags án auglýsingar.

Með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar, samþykkir skipulagsráð jafnframt að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við fyrirliggjandi erindi um fjölgun íbúða. Ekki er samþykkt að gerð verði breyting á fyrirliggjandi gatnahönnun. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og er samþykkt að hún verði samþykkt án grenndarkynningar með fyrirvara um jákvæða umsögn Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.

23.Akstur hópbifreiða um Akureyrarbæ

Málsnúmer 2024011397Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Gunnars M. Guðmundssonar framkvæmdastjóra SBA og Gunnars Vals Sveinssonar verkefnastjóra SAF dagsett 4. janúar 2024 um akstur hópbifreiða um Akureyrarbæ.

24.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 949. fundar, dagsett 11. janúar 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 4 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

25.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 950. fundar, dagsett 19. janúar 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:58.