Njarðarnes 8 - deiliskipulagsbreyting með lóðarstækkun

Málsnúmer 2024010507

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 416. fundur - 31.01.2024

Erindi dagsett 10. janúar 2024 þar sem að Valbjörn Vilhjálmsson f.h. Daggar ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér stækkun á lóðinni Njarðarnes 8 til norðurs yfir óbyggt svæði sem liggur að Goðanesi. Uppi eru hugmyndir um stækkun á núverandi byggingu til norðurs á tveimur hæðum og þá með aðkomu á neðri hæð frá Goðanesi.
Skipulagsráð bendir á að í vinnslu er breyting á deiliskipulagi svæðisins sem felur í sér að afmörkuð verður ný lóð við Goðanes á því svæði sem erindið nær til. Er stefnt að því að sú lóð verði auglýst á næstu mánuðum og verður þá hægt að sækja um lóðina og í kjölfarið óska eftir sameiningu við Njarðarnes 8.