Hafnarstræti 100B - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023110095

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 412. fundur - 15.11.2023

Erindi dagsett 2. nóvember 2023 þar sem Rahim Hamarostami f.h. Turnsins Akureyri ehf. óskar eftir leyfi til að staðsetja söluvagn á hjólum aftan við Hafnarstræti 100B.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um framhald málsins.

Skipulagsráð - 416. fundur - 31.01.2024

Lagt fram að nýju erindi dagsett 2. nóvember 2023 þar sem Rahim Hamarostami f.h. Turnsins Akureyri ehf. óskar eftir leyfi til að staðsetja söluvagn á hjólum aftan við Hafnarstræti 100B. Er gert ráð fyrir að í vagninum verði staðsett ýmis tæki sem tengjast fyrirhugaðri matsölu í Turninum.
Skipulagsráð hafnar erindinu og telur ekki að það sé fordæmi fyrir því að fyrirtæki í veitingarekstri fái að nota bílastæði sem hluta af eldhúsi með því að leggja þar matarvagni.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.