Goðanes 3 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023111075

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 413. fundur - 29.11.2023

Erindi dagsett 29. október 2023 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. BB byggingar ehf., sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir atvinnuhúsnæði á lóð nr. 3 við Goðanes. Einnig er sótt um hækkun á gólfkóta um 40 cm. Innkomnar teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Goðanesi 1b, 4, 6 og 8 ásamt lóðarhöfum Njarðarnesi 4, 6 og 8. Einnig skal leitað umsagna Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 416. fundur - 31.01.2024

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Goðaness 3. Í breytingunni felst að heimilt verður að reisa einhalla hús með hámarks vegghæð upp á 12 m en í gildandi skipulagi er miðað við hámarkshæð upp á 12 m og vegghæð upp á 9 m. Þá er gert ráð fyrir hækkun gólfkóta um 40 cm. Ein athugasemd barst á kynningartíma. Þá liggja fyrir viðbrögð lóðarhafa við innkomnum athugasemdum.

Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Krossaneshaga, A áfanga, með þeim fyrirvara að texta varðandi húskóta verði breytt til samræmis við innkomnar athugasemdir. Þá samþykkir skipulagsráð jafnframt framlögð drög að svörum við efni athugasemda.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.