Verkmenntaskólinn á Akureyrir - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024011289

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 416. fundur - 31.01.2024

Erindi dagsett 25. janúar 2024 þar sem að Anna Sofia Kristjánsdóttir f.h. Framkvæmdasýslu ríkisins sækir um breytingu á gildandi deiliskipulagi Verkmenntaskólans.

Breytingin felur í sér að byggingarreitur lóðarinnar verði stækkaður til norðurs sem leyfir stækkun upp á allt að 2500 m².
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Jörvabyggðar 2-14, Hindarlunar 10-14 og Skálateigs 1 þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Skipulagsráð - 421. fundur - 10.04.2024

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Verkmenntaskólans á Akureyri lögð fram að lokinni grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynningartíma lauk 3. apríl sl. og barst ein athugasemd sem er hér lögð fram ásamt tillögu að umsögn um efnisatriði athugasemdar.
Skipulagsráð samþykkir tillögu að umsögn um efni athugasemdar og jafnframt tillögu að breytingu á deiliskipulagi Verkmenntaskólans á Akureyri. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar.


Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.