Fiskitangi - deiliskipulagsbreyting / umsókn um lóð

Málsnúmer 2024010498

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 416. fundur - 31.01.2024

Erindi dagsett 9. janúar 2024 þar sem Hafnasamlag Norðurlands óskar eftir að afmörkuð verði lóð fyrir nýtt aðstöðuhús sem ráðgert er að verði reist austan við núverandi lóð við Fiskitanga 2 eða þá að sú lóð verði stækkuð. Felur þetta í sér breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis sunnan GLerár.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið en í ljósi þess að ákveðin óvissa er í málum er varða lóðarmörk á svæðinu er skipulagsfulltrúa falið að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Fiskitanga 4 áður en málið er unnið áfram.

Skipulagsráð - 438. fundur - 29.01.2025

Lagt fram að nýju erindi dagsett 9. janúar 2024 þar sem Hafnasamlag Norðurlands óskar eftir að afmörkuð verði lóð fyrir nýtt aðstöðuhús sem ráðgert er að verði reist austan við núverandi lóð við Fiskitanga 2 eða þá að sú lóð verði stækkuð. Felur þetta í sér breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis sunnan Glerár.
Skipulagsráð tekur jákvætt í fyrirliggjandi tillögu og samþykkir að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi til samræmis við hana. Felur það einnig í sér að ekki verður áfram gert ráð fyrir að Hjalteyrargata tengist inn á Laufásgötu í gegnum lóð Fiskitanga 4.