Helgi Mar Hallgrímsson hjá Nordic arkitektastofu kynnti vinningstillögu að skipulagi Torfunefsbryggju ásamt drögum að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar Akureyrar til samræmis.
Jóhanna Helgadóttir og Vilhjálmur Leví Egilsson hjá Nordic arkitektastofu, Sigríður María Róbertsdóttir hjá Hafnasamlagi Norðurlands og Pétur Ólafsson hafnarstjóri sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lögð fram tillaga Nordic arkitektastofu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi fyrir Torfunef.
Tillagan felur í sér að svæðinu er skipt í þrjár lóðir, byggingarreitum er fjölgað og afmörkun hafnarsvæðis er breytt. Einungis verður gert ráð fyrir bílastæðum fyrir hreyfihamlaða auk hjólastæða. Þá verður aðkomu að svæðinu breytt og settir skilmálar um yfirbragð og notkun byggingarreita.
Meðfylgjandi eru skipulagsuppdrættir.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að koma ábendingum um útfærslu skipulagsins á framfæri við umsækjanda.