Krákustígur 1 - umsókn um lóðarleigusamning

Málsnúmer 2023030640

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 399. fundur - 29.03.2023

Erindi dagsett 13. mars 2023 þar sem Einar Ólafur Einarsson óskar eftir að gerður verði lóðarleigusamningur fyrir lóð nr. 1 við Krákustíg.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

Skipulagsráð - 415. fundur - 10.01.2024

Lagt fram að nýju erindi Einars Ólafs Einarssonar þar sem óskað er eftir að gerður verði lóðarleigusamningur fyrir lóð nr. 1 við Krákustíg. Meðfylgjandi er greinargerð þar sem lýst er áformum um nýtingu lóðar og núverandi mannvirkis.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins

Skipulagsráð - 416. fundur - 31.01.2024

Lagt fram að nýju erindi Einars Ólafs Einarssonar þar sem óskað er eftir að gerður verði lóðarleigusamningur fyrir lóð nr. 1 við Krákustíg. Meðfylgjandi er greinargerð þar sem lýst er áformum um nýtingu lóðar og núverandi mannvirkis.
Meirihluti skipulagsráð samþykkir að gerður verði lóðarleigusamningur til samræmis við gildandi aðal- og deiliskipulag svæðisins. Felur það í sér að núverandi hús fær að standa og að lóðin verði skráð sem atvinnulóð, enda er hún í aðalskipulagi skilgreind sem hluti af miðsvæði.


Þórhallur Jónsson D-lista kýs á móti afgreiðslunni og óskar bókað eftirfarandi:

Ég tel ekki rétt að gerður verði lóðarleigusamingur og tel að húsið eigi að víkja þar sem það var aðeins með bráðabirgða stöðuleyfi og ekki var heimilt að selja til þriðja aðila. Þar að auki stendur húsið út í götu og skemmir þannig götumyndina. Réttast þætti mér að húsið yrði fjarlægt og lóðin þar eftir auglýst sem einbýlishúsalóð fyrir hús á tveimur hæðum.