Göngubrú yfir Glerá - ósk um breytingu á deiliskipulagi Glerár

Málsnúmer 2024011322

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 416. fundur - 31.01.2024

Erindi Ágústs Hafsteinssonar og Lilju Filippusdóttur dagsett 25. janúar 2024, f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Glerár. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að fyrirhuguð göngubrú yfir Glerár, vestan Hörgárbrautar, hliðrist um 50 m til austurs.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að útbúa lýsingu eða kynna vinnslutillögu skv. 3. og 40. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Bæjarstjórn - 3540. fundur - 06.02.2024

Liður 9 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 31. janúar 2024:

Erindi Ágústs Hafsteinssonar og Lilju Filippusdóttur dagsett 25. janúar 2024, f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, þar sem óskað er eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Glerár. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir að fyrirhuguð göngubrú yfir Glerár, vestan Hörgárbrautar, hliðrist um 50 m til austurs.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt og að hún verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að útbúa lýsingu eða kynna vinnslutillögu skv. 3. og 40. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að fyrirhuguð göngubrú yfir Glerá hliðrist um 50 m til austurs og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 421. fundur - 10.04.2024

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Glerá var auglýst frá 14. febrúar til og með 28. mars 2024. Tvær athugasemdir bárust á auglýsingatímanum ásamt umsögnum frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Norðurorku og Vegagerðinni.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt. Er skipulagsfulltrúa falið að útfæra drög að svörum.

Bæjarstjórn - 3544. fundur - 16.04.2024

Liður 1 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 10. apríl 2024:

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Glerá var auglýst frá 14. febrúar til og með 28. mars 2024. Tvær athugasemdir bárust á auglýsingatímanum ásamt umsögnum frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Norðurorku og Vegagerðinni.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt. Er skipulagsfulltrúa falið að útfæra drög að svörum.

Andri Teitsson kynnti.

Til máls tóku Jón Hjaltason og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða breytingu á deiliskipulagi fyrir Glerá. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við athugasemdum.