Rauðamýri 5 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2024010501

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 416. fundur - 31.01.2024

Erindi dagsett 10. janúar 2024 þar sem Arnar Birgir Ólafsson f.h. Blíðfara ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Rauðamýri 5.

Breytingin felur í sér að svæði fyrir bílskúr verði fært frá austurhlið lóðarinnar og yfir á vesturhlið lóðarinnar.
Helgi Sveinbjörn Jóhannsson M-lista bar upp vanhæfi og vék af fundi við afgreiðslu málsins.


Ráðið samþykkir að gera breytingu á deiliskipulagi Mýrahverfis til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Þingvallastrætis 30 og 32 ef að samþykki fæst frá lóðarhafa Rauðumýri 7.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.