Sjafnarnes 4-8 - umsókn um lóðir

Málsnúmer 2024010837

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 416. fundur - 31.01.2024

Erindi dagsett 16. janúar 2024 þar sem að Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um að tvær fyrirhugaðar lóðir við Sjafnarnes, nánar tiltekið lóðir 4 og 6, verði teknar frá fyrir Akureyrarbæ.

Lóðirnar eru hugsaðar undir vinnslu og geymslu á múr og glerbroti sem notað yrði í fyllingar s.s. gatnagerð og er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi til samræmis við fyrirhugaða notkun.

Einnig er óskað eftir því að lóð 8 verði ekki ráðstafað þar sem að hugsanlegt er að Akureyrarbær vilji sækja um hana til efnisgeymslu fyrir jarðvegsefni.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 417. fundur - 14.02.2024

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála og Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnisstjóri umhverfismála fóru yfir stöðu mála varðandi stefnumörkun í úrgangsmálum. Voru jafnframt kynntar hugmyndir að nýtingu lóða 4 og 6 við Sjafnarnes.
Skipulagsráð samþykkir að úthluta lóðum 4 og 6 til umhverfis- og mannvirkjasviðs og samþykkir jafnframt að heimila að gerð verði breyting á deiliskipulagi svæðisins til samræmis við fyrirliggjandi umsókn. Að mati ráðsins er slík breyting óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistök breytingarinnar þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.