Skipulagsráð

362. fundur 07. júlí 2021 kl. 08:15 - 11:10 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson formaður
  • Sindri Kristjánsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Þorvaldur Helgi Sigurpálsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Þorvaldur Helgi Sigurpálsson M-lista mætti í forföllum Helga Sveinbjörns Jóhannssonar.

1.Háskólasvæði - uppbygging á reit C

Málsnúmer 2021062236Vakta málsnúmer

Hólmar Erlu Svansson kynnti, fyrir hönd stjórnar Þekkingarvarða ehf., erindi dagsett 27. júní 2021 um uppbyggingu á þekkingarþorpi á svæði sem í deiliskipulagi Háskólasvæðisins er merkt sem svæði C, svæði til framtíðaruppbyggingar.

Elva Gunnlaugsdóttir frá SSNE sat einnig fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð þakkar Hólmari og Elvu fyrir kynninguna og tekur jákvætt í hugmyndir um uppbyggingu svæðisins en vísar umfjöllun um lóðamál til bæjarráðs.

2.Austurbrú og Hafnarstræti - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2021020310Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar syðst á svæðinu. Tillagan var auglýst 12. maí 2021 með athugasemdafresti til 23. júní. Engar athugasemdir bárust en fyrir liggja umsagnir frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Norðurorku. Er tillaga að svörum við efni umsagna lögð fram.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með minniháttar breytingu í greinargerð varðandi skilmála fyrir Hafnarstræti 82 um að hafa þurfi samráð við Minjastofnun Íslands um breytingar á húsinu. Þá er jafnframt lagt til að tillaga að svörum við efni umsagna verði samþykkt.

3.Hlíðahverfi suðurhluti - Höfðahlíð 2, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018030150Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Höfðahlíðar 2. Í breytingunni felst að í stað tveggja hæða íbúðarhúss með tveimur íbúðum verði heimilt að byggja 4-5 íbúða hús á tveimur hæðum og að nýtingarhlutfall hækki úr 0.45 í 0.60. Tillagan var auglýst 12. maí 2021 með athugasemdafrest til 23. júní. Barst ein athugasemd auk umsagna frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

4.Hrísey - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2021060859Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. júní 2021 þar sem Tengir hf., sækir um leyfi til að grafa 620 m skurð í Hrísey fyrir ljósleiðara. Áætlað er að skurðurinn nái frá gatnamótum Lambhagavegar og Ægisgötu meðfram Lambhagavegi og Norðurvegi. Með framkvæmdum þarf jafnframt að grafa í gegnum Hafnargötu. Meðfylgjandi er mynd af hönnun lagna í Hrísey.
Skipulagsráð samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi í samræmi við umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs og með fyrirvara um samþykki lóðarhafa Norðurvegar 6-8.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

- Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Nákvæm lega lagna í bæjarlandinu skal ákveðin í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.

- Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða. Leyfishafi skal afla samþykkis lóðarhafa vegna lagna innan íbúðarhúsalóða og leggja fram áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

5.Klettaborg 4 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021061684Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindi dagsett 23. júní 2021 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Olgu Siminyakina sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu við hús nr. 4 við Klettaborg. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Afgreiðslu frestað þar til umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs liggur fyrir.

6.Menningarfélag Akureyrar - breytingar á skiltum

Málsnúmer 2021062023Vakta málsnúmer

Erindi Menningarfélags Akureyrar, dagsett 15. og 25. júní 2021, þar sem óskað er eftir að setja upp Led upplýsingaskjá á þakskegg Samkomuhússins í stað núverandi skiltis, í bautastein við Hof og í stað núverandi auglýsingaskilta norðan- og sunnanmegin á Hofi.
Skipulagsráð samþykkir að Led-sjáir verði settir upp í stað núverandi skilta við Hof. Skilti á Samkomuhúsið er samþykkt með fyrirvara um samþykki Minjastofnunar Íslands.

Skiltin skulu aðeins auglýsa starfsemi, vörur og þjónustu í húsunum, ekki vera með hreyfimyndum og hver auglýsing skal standa í að minnsta kosti eina mínútu.

7.Hafnarstræti 2 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna framkvæmda

Málsnúmer 2021062125Vakta málsnúmer

Erindi sem barst þann 29. júní 2021 frá Valtý Þór Hreiðarssyni, þar sem hann fyrir hönd Jóns Ómars Halldórssonar sækir um að byggja bílskúr við hús nr. 2 við Hafnarstræti. Er ekki gert ráð fyrir bílskúr á deiliskipulagi. Hefur Jón Ómar fengið samþykki meðeiganda að lóð ásamt eiganda norðurhluta hússins fyrir byggingu bílskúrs. Ef erindið fær jákvæða umfjöllun, þá verður lagt fram skriflegt samþykki frá þessum aðilum. Meðfylgjandi er grunnmynd sem sýnir staðsetningu skúrs.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Listagilið - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021062230Vakta málsnúmer

Erindi sem barst þann 30. júní 2021 frá Hlyni Hallssyni hjá Listasafninu á Akureyri, þar sem hann sækir um fyrir hönd Akureyrarbæjar að mála tímabundna "sumargangbraut" yfir Kaupvangsstræti milli Listasafnsins og Sjoppunnar/Grillstofunnar. Meðfylgjandi er mynd af staðsetningu ásamt tillögu að útliti "gangbrautar".
Skipulagsráð samþykkir málun listaverks á götuna en tekur fram að ekki er um gangbraut að ræða í skilningi umferðarlaga.

9.Langahlíð 28 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021060425Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. júní 2021 þar sem Þórður Kárason sækir um lóð nr. 28 við Lönguhlíð. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

10.Íþróttafélagið Þór - félagssvæði Þórs

Málsnúmer 2018030340Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur forsvarsmanna íþróttafélagsins Þórs og UFA dagsettur 30. júní 2021 þar sem meðal annars er óskað eftir við Akureyrarbæ að beðið verði með skipulagsvinnu og hugsanlegar framkvæmdir á kastsvæði norðan Bogans og við Melgerðisás á meðan hugmyndavinna að uppbyggingu íþróttasvæðisins er í vinnslu. Er áætlað að sú vinna verði kláruð haustið 2021.
Lagt fram til kynningar.

11.Goðanes 5 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2021070002Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júlí 2021 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd lóðarhafa Goðaness 5, þar sem óskað er eftir heimild til að hækka hámarks vegghæð um 25 cm. Hámarkshæð hússins breytist ekki.
Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik frá deiliskipulagi að ræða að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi, með vísun í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Holtahverfi norður - auglýsing lóða

Málsnúmer 2021070119Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs óskar eftir heimild skipulagsráðs til að auglýsa íbúðarhúsalóðir við Álfaholt, Dvergaholt, Hulduholt og Þursaholt þegar mæliblöð liggja fyrir og búið er að stofna lóðirnar.
Skipulagsráð samþykkir að íbúðarhúsalóðir í hverfinu verði auglýstar, þegar þær hafa verið stofnaðar, með fyrirvara um byggingarhæfi.

Fundi slitið - kl. 11:10.