Hafnarstræti 2 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna framkvæmda

Málsnúmer 2021062125

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 362. fundur - 07.07.2021

Erindi sem barst þann 29. júní 2021 frá Valtý Þór Hreiðarssyni, þar sem hann fyrir hönd Jóns Ómars Halldórssonar sækir um að byggja bílskúr við hús nr. 2 við Hafnarstræti. Er ekki gert ráð fyrir bílskúr á deiliskipulagi. Hefur Jón Ómar fengið samþykki meðeiganda að lóð ásamt eiganda norðurhluta hússins fyrir byggingu bílskúrs. Ef erindið fær jákvæða umfjöllun, þá verður lagt fram skriflegt samþykki frá þessum aðilum. Meðfylgjandi er grunnmynd sem sýnir staðsetningu skúrs.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.