Listagilið - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021062230

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 362. fundur - 07.07.2021

Erindi sem barst þann 30. júní 2021 frá Hlyni Hallssyni hjá Listasafninu á Akureyri, þar sem hann sækir um fyrir hönd Akureyrarbæjar að mála tímabundna "sumargangbraut" yfir Kaupvangsstræti milli Listasafnsins og Sjoppunnar/Grillstofunnar. Meðfylgjandi er mynd af staðsetningu ásamt tillögu að útliti "gangbrautar".
Skipulagsráð samþykkir málun listaverks á götuna en tekur fram að ekki er um gangbraut að ræða í skilningi umferðarlaga.