Íþróttafélagið Þór - félagssvæði Þórs

Málsnúmer 2018030340

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 28. fundur - 22.03.2018

Fulltrúar Þórs, Árni Óðinsson formaður, Unnsteinn Jónsson varaformaður og Valdimar Pálsson framkvæmdastjóri kynntu framtíðarhugmyndir félagsins um uppbyggingu á félagssvæðinu.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fulltrúum Þórs fyrir greinargóða kynningu. Einnig þakkar nefndin félaginu fyrir fundaraðstöðu og kaffiveitingar.

Óskar Ingi Sigurðsson vék af fundi kl. 13:10.