Íþróttafélagið Þór - félagssvæði Þórs

Málsnúmer 2018030340

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 28. fundur - 22.03.2018

Fulltrúar Þórs, Árni Óðinsson formaður, Unnsteinn Jónsson varaformaður og Valdimar Pálsson framkvæmdastjóri kynntu framtíðarhugmyndir félagsins um uppbyggingu á félagssvæðinu.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð þakkar fulltrúum Þórs fyrir greinargóða kynningu. Einnig þakkar nefndin félaginu fyrir fundaraðstöðu og kaffiveitingar.

Óskar Ingi Sigurðsson vék af fundi kl. 13:10.

Skipulagsráð - 362. fundur - 07.07.2021

Lagður fram tölvupóstur forsvarsmanna íþróttafélagsins Þórs og UFA dagsettur 30. júní 2021 þar sem meðal annars er óskað eftir við Akureyrarbæ að beðið verði með skipulagsvinnu og hugsanlegar framkvæmdir á kastsvæði norðan Bogans og við Melgerðisás á meðan hugmyndavinna að uppbyggingu íþróttasvæðisins er í vinnslu. Er áætlað að sú vinna verði kláruð haustið 2021.
Lagt fram til kynningar.