Hrísey - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2021060859

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 362. fundur - 07.07.2021

Erindi dagsett 10. júní 2021 þar sem Tengir hf., sækir um leyfi til að grafa 620 m skurð í Hrísey fyrir ljósleiðara. Áætlað er að skurðurinn nái frá gatnamótum Lambhagavegar og Ægisgötu meðfram Lambhagavegi og Norðurvegi. Með framkvæmdum þarf jafnframt að grafa í gegnum Hafnargötu. Meðfylgjandi er mynd af hönnun lagna í Hrísey.
Skipulagsráð samþykkir að gefið verði út framkvæmdaleyfi í samræmi við umsögn umhverfis- og mannvirkjasviðs og með fyrirvara um samþykki lóðarhafa Norðurvegar 6-8.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

- Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Nákvæm lega lagna í bæjarlandinu skal ákveðin í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.

- Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða. Leyfishafi skal afla samþykkis lóðarhafa vegna lagna innan íbúðarhúsalóða og leggja fram áður en framkvæmdaleyfi verður gefið út.

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.