Goðanes 5 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2021070002

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 362. fundur - 07.07.2021

Erindi dagsett 1. júlí 2021 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd lóðarhafa Goðaness 5, þar sem óskað er eftir heimild til að hækka hámarks vegghæð um 25 cm. Hámarkshæð hússins breytist ekki.
Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik frá deiliskipulagi að ræða að ekki er talin þörf á breytingu á deiliskipulagi, með vísun í ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.