Ytri-Varðgjá - beiðni um umsögn

Málsnúmer 2020120138

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 349. fundur - 09.12.2020

Erindi dagsett 4. desember 2020 þar sem Vigfús Björnsson fyrir hönd Eyjafjarðasveitar óskar eftir umsögn Akureyrarbæjar um lýsingu aðalskipulagsbreytingar fyrir baðstað í landi Ytri-Varðgjár.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við skipulagslýsinguna en bendir á að skoða þarf hvernig svæðið tengist fyrirhuguðum göngu- og hjólastíg sem ligggja á meðfram þjóðvegi 1 til vesturs og norðurs.

Skipulagsráð - 354. fundur - 10.03.2021

Erindi dagsett 23. febrúar 2021 þar sem Vigfús Björnsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar, óskar umsagnar Akureyrarbæjar á tillögu að deiliskipulagi baðstaðar í landi Ytri-Varðgjár í Eyjafjarðarsveit.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi en bendir á mikilvægi samráðs um legu göngu- og hjólastíga að Akureyri.