Fyrirspurn um byggingu hringgerðis í Breiðholtshverfinu

Málsnúmer 2020090540

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 344. fundur - 23.09.2020

Lögð fram fyrirspurn Hestamannafélagsins Léttis dagsett 17. september 2020 um byggingu á yfirbyggðu hringgerði í Breiðholtshverfinu. Er gert ráð fyrir að gerðið geti verið allt að 18 metrar í þvermál og eru settir fram þrír möguleikar á staðsetningu.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir yfirbyggðu hringgerði á svæði a eða b. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að auglýsa breytinguna þegar fullnægjandi skipulagsuppdráttur hefur borist.

Bæjarstjórn - 3481. fundur - 20.10.2020

Liður 8 í fundargerð skipulagsráðs dagettri 23. september 2020:

Lögð fram fyrirspurn Hestamannafélagsins Léttis dagsett 17. september 2020 um byggingu á yfirbyggðu hringgerði í Breiðholtshverfinu. Er gert ráð fyrir að gerðið geti verið allt að 18 metrar í þvermál og eru settir fram þrír möguleikar á staðsetningu.

Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir yfirbyggðu hringgerði á svæði a eða b. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að auglýsa breytinguna þegar fullnægjandi skipulagsuppdráttur hefur borist.

Þórhallur Jónsson kynnti tillöguna.
Bæjarstjórn samþykkir að breyting á deiliskipulagi Breiðholtshverfis, þar sem gert er ráð fyrir yfirbyggðu hringgerði á svæði a eða b, verði auglýst þegar fullnægjandi skipulagsuppdráttur hefur borist.

Skipulagsráð - 349. fundur - 09.12.2020

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Breiðholtshverfisins sem felst í að gert er ráð fyrir yfirbyggðu hringgerði á tveimur stöðum. Ein athugasemd barst. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna.
Afgreiðslu frestað.

Skipulagsráð - 351. fundur - 27.01.2021

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Breiðholtshverfis sem felst í að gert er ráð fyrir yfirbyggðu hringgerði á tveimur stöðum. Ein athugasemd barst. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna. Þá er lagður fram tölvupóstur umsækjanda dagsettur 21. janúar 2021.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeirri breytingu að fallið er frá hringgerði við Perlugötu og eingöngu gert ráð fyrir hringgerði á svæði við núverandi gerði. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að tillaga að svari við athugasemd verði samþykkt.

Bæjarstjórn - 3488. fundur - 02.02.2021

Liður 5 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. janúar 2021:

Lögð fram að nýju að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga, tillaga að breytingu á deiliskipulagi Breiðholtshverfis sem felst í að gert er ráð fyrir yfirbyggðu hringgerði á tveimur stöðum. Ein athugasemd barst. Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar þar sem ekki er gerð athugasemd við tillöguna. Þá er lagður fram tölvupóstur umsækjanda dagsettur 21. janúar 2021.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeirri breytingu að fallið er frá hringgerði við Perlugötu og eingöngu gert ráð fyrir hringgerði á svæði við núverandi gerði. Jafnframt er lagt til við bæjarstjórn að tillaga að svari við athugasemd verði samþykkt.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir, með 11 samhljóða atkvæðum, tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðholtshverfis þar sem fallið er frá hringgerði við Perlugötu og eingöngu gert ráð fyrir hringgerði á svæði við núverandi gerði. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn tillögu að svari við athugasemd.