Skipulagsnefnd

195. fundur 28. janúar 2015 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá

1.Norður-Brekka, neðri hluti - deiliskipulag

Málsnúmer 2014030299Vakta málsnúmer

Skipulagslýsing fyrir deiliskipulag "Norður-Brekku, neðri hluta", var auglýst í Dagskránni 24. apríl 2014. Gögnin voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar.

Óskað var eftir umsögnum um lýsinguna frá fimm hagsmunaaðilum og bárust þrjár umsagnir:

1) Vegagerðin, dagsett 8. maí 2014. Engar athugasemdir voru gerðar.

2) Skipulagsstofnun, dagsett 13. maí 2014. Engar athugasemdir voru gerðar.

3) Minjastofnun Íslands, dagsett 30. júní 2014. Engar athugasemdir voru gerðar en bent á að gera skuli húsa- og mannvirkjakönnun.


Haldinn var íbúafundur í Ráðhúsi Akureyrar 5. nóvember 2014 þar sem deiliskipulagstillagan var kynnt. Í framhaldi af honum bárust tvær athugasemdir frá Helga Jóhannessyni og Þóroddi Bjarnasyni/Brynhildi Þórarinsdóttur. Einnig var haldinn fundur með hverfisnefnd Brekku og Innbæjar 3. desember 2014 og farið yfir þær breytingar sem gerðar voru á tillögunni eftir íbúafundinn.


Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að deiliskipulagi "Norður-Brekku, neðri hluta". Tillagan er unnin af Ómari og Ingvari Ívarssonum hjá Landslagi ehf., dagsett 14. janúar 2015. Einnig fylgir húsakönnun sem unnin er af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum.

Svör við umsögnum við skipulagslýsingu:

1) Gefur ekki tilefni til ályktunar.

2) Gefur ekki tilefni til ályktunar.

3) Húsakönnun er gerð samhliða deiliskipulagi.

Athugasemdir sem bárust eftir íbúafund verða skráðar sem athugasemdir við skipulagstillöguna með öðrum athugasemdum sem berast eftir auglýsingu hennar og verður svarað að athugasemdafresti liðnum.


Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan ásamt húsakönnun verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.Naustahverfi, reitur 28 - Krókeyrarnöf 1-15 - deiliskipulagsbreyting vegna stækkana lóða

Málsnúmer 2014080086Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis, reits 28, og Naustagötu í samræmi við bókun nefndarinnar 27. ágúst 2014. Um er að ræða stækkanir á lóðum númer 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13 og 15 við Krókeyrarnöf. Tillagan er unnin af Ingólfi Guðmundssyni frá Kollgátu, dagsett 29. október 2014.

Haft var samráð við Norðurorku sem ekki gerir athugasemd við lóðastækkanirnar að öðru leyti en því að settar verði kvaðir innan lóðanna vegna lagna og að aðkoma að þeim verði tryggð.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Naustahverfi 1. áfangi - umsókn um deiliskipulagsbreytingu vegna Kjarnagötu 41- 43

Málsnúmer 2015010111Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. janúar 2015 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um breytingar á deiliskipulagi við Kjarnagötu 41-43. Um er að ræða fjölgun íbúða og stækkun á byggingarreit fimm hæða hluta hússins til austurs. Meðfylgjandi er skýringarteikning eftir Tryggva Tryggvason.
Nú þegar hefur verið fallist á fjölgun íbúða á lóðinni með upphaflega samþykktum teikningum af húsum á lóðinni þ.e. úr 15 íbúðum í 20 íbúðir. Skipulagsnefnd getur því ekki fallist á viðbótarfjölgun íbúða þar sem gæta þarf samræmis við skipulagsákvæði annarra lóða á svæðinu og hafnar því erindinu.

4.Naustahverfi, reitur 28 og Naustagata - umsókn um deiliskipulagsbreytingu vegna Krókeyrarnafar 25

Málsnúmer 2015010183Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. janúar 2015 þar sem Ingólfur Guðmundsson frá Kollgátu f.h. Gunnars Kristjáns Jónassonar sækir um deiliskipulagsbreytingu vegna viðbyggingar við Krókeyrarnöf 25. Meðfylgjandi eru uppdrættir eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar sem síðar verði grenndarkynnt.

5.Orlofsbyggð norðan Kjarnalundar - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2015010068Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi "Orlofsbyggðar norðan Kjarnalundar - Götu Norðurljósanna, Götu Mánans og Götu Sólarinnar". Um er að ræða breytingu á aðkomu, breytingu á sorpgeymslu og lögnum og hliðrun á byggingarreitum við Götu Sólarinnar. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum, dagsett 7. janúar 2015.
Skipulagsnefnd felur formanni og skipulagsstjóra að kynna tillöguna fulltrúum félags sumarhúsaeigenda og lóðarhafa.

Afgreiðslu erindisins er frestað.

6.Drottningarbraut, siglingaklúbburinn Nökkvi - færsla Wathne-hússins

Málsnúmer 2014110121Vakta málsnúmer

Rúnar Þór Björnsson og Stefán Jóhannesson mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa þann 13. nóvember 2014.

Innan svæðis siglingaklúbbsins Nökkva er gert ráð fyrir byggingarreit vegna aðstöðuhúss. Þeir óska eftir að Wathne-húsið verði fært á þann reit, þ.e. þar sem núverandi aðstaða þeirra er nú. Hugmyndir þeirra eru að Iðnaðarsafnið verði að hluta til í húsinu og að Nökkvi verði þar með aðstöðu auk kaffihúss.

Óskað var eftir umsögn frá Iðnaðarsafninu og Minjasafninu á Akureyri.

Umsögn barst frá Iðnaðarsafninu 12. janúar 2015 sem tekur jákvætt í hugmyndina en gerir fyrirvara um tillöguna þar sem ekki liggur fyrir hvernig húsinu verði ráðstafað á milli aðila.

Umsögn barst frá Minjasafninu 16. janúar 2015, sem gerir ekki athugasemd við flutning hússins á umræddan stað og telur að ný staðsetning og sjávartengd starfsemi í húsinu fari því afar vel.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að húsið verði flutt á svæði siglingaklúbbsins Nökkva en bendir á að sækja þarf um breytingu á deiliskipulagi svæðisins sem er forsenda flutningsins.

7.Hörgársveit, aðalskipulagstillaga 2012-2024 - ósk um umsögn

Málsnúmer 2013020088Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. desember 2014 frá Guðmundi Sigvaldasyni þar sem hann f.h. Hörgársveitar óskar eftir umsögn um tillögu að aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024.
Skipulagsnefnd Akureyrarbæjar fagnar framkomnu aðalskipulagi Hörgársveitar og þakkar tækifærið til að geta komið með athugasemdir. Að því sögðu vill skipulagsnefnd koma eftirfarandi ábendingum á framfæri:

1. Bent er á að rétt sé að leita umsagnar Norðurorku um skipulag Hörgársveitar þar sem aðveitulagnir hita- og vatnsveitu fyrirtækisins liggja um land sveitarfélagsins auk þess sem Norðurorka þjónar hluta íbúa Hörgársveitar.

2. Bent er á að stofnhitaveitulögn frá Arnarnesi/Hjalteyri er ekki sýnd á uppdrætti en aftur á móti eru stofnlagnir hita- og vatnsveitu frá Laugalandi á Þelamörk sýndar. Þyrfti að samræma.

3. Bent er á að líklega sé skynsamlegasta meðhöndlun fráveitu frá byggð á Lónsbakka sú að tengja hana inn á kerfi Akureyrar sem Norðurorka sér um. Mögulega væri hægt að stefna að slíku í aðalskipulagi. Meðhöndlun fráveitu á Akureyri mun væntanlega taka stakkaskiptum á næstu misserum.

4. Skipulagsnefnd fagnar fyrirhugaðri uppbyggingu á Dysnesi og bendir á að huga þurfi að raflögnum þangað vegna raforkunotkunar í tengslum við iðnaðar- og hafnarstarfsemi.

5. Bent er á að heppilegt sé að víðtækara samráð verði haft um efnistöku í landi sveitarfélagsins þótt það sé Hörgársveitar að taka ákvarðanir um slíkt. Akureyrarbær hefur átt gott samstarf við Hörgársveit varðandi aðgang að efni. Skipulagsnefnd fagnar því ef Hörgársveit getur stuðlað að því að efnistökusvæði verði færri en nú er. Landleiðin frá vestri inn í Eyjafjörð er um Moldhaugaháls og því leggur skipulagsnefnd áherslu á að efnis- og athafnasvæði á Moldhaugahálsi verði svo snyrtilegt og lítið áberandi frá þjóðvegi 1 sem verða má.

6. Bent er á að í fyrirliggjandi drögum að Landskipulagsstefnu er framtíð skógræktar sett í samhengi við útivist og landbúnað og að hún falli að landslagsgerðum.

7. Bent er á að skilja megi texta um Byggðalínu þannig að Hörgársveit æski þess að svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar ákvarði legu raflína um sveitarfélagið. Jafnframt vill skipulagsnefnd Akureyrarbæjar undirstrika enn og aftur að flutningur raforku til Eyjafjarðar er Akureyrarbæ gríðarmikið hagsmunamál sem og fyrir alla byggð í Eyjafirði.

8. Bent er á að göngu-, hjóla- og reiðstígatengingar við land Akureyrarbæjar eru óljósar auk þess sem vegtenging frá þéttbýlinu við Lónsbakka er ekki rétt staðsett samkvæmt gildandi deiliskipulagi svæðisins. Því leggur skipulagsnefnd til að þær merkingar á uppdrætti sem sýndar eru inni á landi Akureyrarbæjar verði fjarlægðar og samræmdar þegar endurskoðun aðalskipulags Akureyrar er lokið en gert er ráð fyrir að því verði lokið á kjörtímabilinu.

8.Hafnasamlag Norðurlands - ósk um bann við lagningu bíla við Kaldbaksgötu og Gránufélagsgötu

Málsnúmer 2012060072Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. janúar 2015 frá Pétri Ólafssyni f.h. Hafnasamlags Norðurlands þar sem óskað er eftir að bannað verði að leggja bílum við vesturkant Kaldbaksgötu milli Gránufélagsgötu og Strandgötu annarsvegar og austurkant Laufásgötu milli Strandgötu og Gránufélagsgötu hinsvegar. Bannið verði tímabundið frá 1. júní til 25. september 2015 og gildi allan sólarhringinn.
Skipulagsnefnd samþykkir tímabundið bann við lagningu ökutækja samkvæmt ofangreindu.

Skipulagsstjóra er falið að senda beiðni til sýslumannsins á Akureyri um gildistöku með auglýsingu í Lögbirtingablaði.

9.Hafnasamlag Norðurlands - umferðarstýring á Strandgötu austan Hjalteyrargötu

Málsnúmer 2012060070Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. janúar 2015 frá Pétri Ólafssyni f.h. Hafnasamlags Norðurlands varðandi umferðarstýringu á Strandgötu austan Hjalteyrargötu. Þess er óskað að ekki verði leyfður akstur austur Strandgötu frá Hjalteyrargötu að Laufásgötu og að sú takmörkun muni gilda þá daga sem skemmtiferðaskip eru við Oddeyrarbryggju sumarið 2015 og verði tímabundin í tvær klst. frá áætlaðri komu skipanna.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

Skipulagsstjóra falið að auglýsa ákvörðunina.

10.Hlíðarfjallsvegur 11 - umsókn um tjaldsvæði og salernisgáma

Málsnúmer 2015010216Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2015 þar sem Halldór Jóhannsson f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um leyfi til að nýta neðsta hluta lóðar Bílaklúbbsins sem tjaldsvæði og/eða bílastæði á álagstímum vegna viðburða tengdum starfsemi klúbbsins. Einnig er sótt um stöðuleyfi fyrir salernisgámum sem tengdir yrðu við fráveitukerfi bæjarins. Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur.
Skipulagsnefnd óskar eftir nánari upplýsingum um afnot og rekstur tjaldsvæðisins og hvernig kostnaði verði háttað við framkvæmdirnar.

Afgreiðslu erindisins er frestað.

11.Landsskipulagsstefna 2015-2026 - tillaga til kynningar

Málsnúmer 2015010002Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. desember 2014 þar sem Einar Jónsson f.h. Skipulagsstofnunar óskar eftir umsögn um tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Afgreiðslu erindisins er frestað.

12.Eyjabyggð 8-11 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015010211Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. janúar 2015 þar sem Guðrún Hulda Pálsdóttir og Kristján Óttar Klausen sækja um lóðirnar nr. 8-11 við Eyjabyggð. Meðfylgjandi er umsókn/greinargerð.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en frestar afgreiðslu þess. Formanni og skipulagsstjóra falið að ræða við umsækjendur.

13.Nesjahverfi - umsókn um lóð

Málsnúmer 2015010003Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. janúar 2015 þar sem Guðmundur V. Gunnarsson f.h. G.V. Grafa ehf., kt. 500795-2479, sækir um 15-20.000 m² lóð án endurgjalds fyrir athafna- og geymslusvæði, t.d. vestast við Týsnes eða Sjafnarnes 2 og 4.
Skipulagsnefnd er ekki heimilt að úthluta umræddum lóðum án endurgjalds.

14.Giljaskóli, Kiðagil 11 - umsókn um brettavöll

Málsnúmer 2015010120Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. janúar 2015 þar sem Fasteignir Akureyrarbæjar kt. 710501-2380, f.h. hverfisnefndar Giljahverfis, sækja um framkvæmdaleyfi fyrir brettavelli á lóð Giljaskóla. Fyrir liggur samþykki skólastjóra Giljaskóla og framkvæmdadeildar. Meðfylgjandi er uppdráttur.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í að byggður verði brettavöllur innan lóðar Giljaskóla og felur skipulagsstjóra að grenndarkynna tillöguna íbúum í næsta nágrenni.

Afgreiðslu erindisins er því frestað.

15.Naustahverfi - umsókn um stöðuleyfi fyrir skiltum

Málsnúmer 2015010117Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. janúar 2015 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um stöðuleyfi fyrir tveimur leiðbeiningaskiltum við innkeyrslur að Naustahverfi. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

16.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 15. janúar 2015. Lögð var fram fundargerð 524. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.

17.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2015

Málsnúmer 2015010005Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 22. janúar 2015. Lögð var fram fundargerð 525. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 11 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.