Krókeyrarnöf 1,3,5,7,9,11,13 og 15 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2014080086

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 186. fundur - 27.08.2014

Erindi dagsett 18. ágúst 2014 þar sem Björn Guðmundsson sækir um lóðarstækkun f.h. íbúa við lóðir nr. 1 til 15 við Krókeyrarnöf. Meðfylgjandi er yfirlitsmynd.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta vinna tillögu að stækkun lóðanna til austurs. Tillagan skal unnin í samráði við Norðurorku.

Skipulagsnefnd - 195. fundur - 28.01.2015

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis, reits 28, og Naustagötu í samræmi við bókun nefndarinnar 27. ágúst 2014. Um er að ræða stækkanir á lóðum númer 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13 og 15 við Krókeyrarnöf. Tillagan er unnin af Ingólfi Guðmundssyni frá Kollgátu, dagsett 29. október 2014.

Haft var samráð við Norðurorku sem ekki gerir athugasemd við lóðastækkanirnar að öðru leyti en því að settar verði kvaðir innan lóðanna vegna lagna og að aðkoma að þeim verði tryggð.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3367. fundur - 03.02.2015

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 28. janúar 2015:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis, reits 28, og Naustagötu í samræmi við bókun nefndarinnar 27. ágúst 2014. Um er að ræða stækkanir á lóðum númer 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13 og 15 við Krókeyrarnöf. Tillagan er unnin af Ingólfi Guðmundssyni frá Kollgátu, dagsett 29. október 2014.
Haft var samráð við Norðurorku sem ekki gerir athugasemd við lóðastækkanirnar að öðru leyti en því að settar verði kvaðir innan lóðanna vegna lagna og að aðkoma að þeim verði tryggð.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 199. fundur - 11.03.2015

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis, reits 28 og Naustagötu í samræmi við bókun nefndarinnar 27. ágúst 2014. Um er að ræða stækkanir á lóðum númer 1, 3, 5, 7, 9, 11, 13 og 15 við Krókeyrarnöf. Tillagan er unnin af Ingólfi Guðmundssyni frá Kollgátu, dagsett 29. október 2014.

Tillagan var grenndarkynnt frá 9. febrúar til 9. mars 2015.

Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna á grundvelli 4. gr.-e "Samþykktar um skipulagsnefnd" og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.