Hlíðarfjallsvegur 11 - umsókn um tjaldsvæði og salernisgáma

Málsnúmer 2015010216

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 195. fundur - 28.01.2015

Erindi dagsett 12. janúar 2015 þar sem Halldór Jóhannsson f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um leyfi til að nýta neðsta hluta lóðar Bílaklúbbsins sem tjaldsvæði og/eða bílastæði á álagstímum vegna viðburða tengdum starfsemi klúbbsins. Einnig er sótt um stöðuleyfi fyrir salernisgámum sem tengdir yrðu við fráveitukerfi bæjarins. Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur.
Skipulagsnefnd óskar eftir nánari upplýsingum um afnot og rekstur tjaldsvæðisins og hvernig kostnaði verði háttað við framkvæmdirnar.

Afgreiðslu erindisins er frestað.

Skipulagsnefnd - 201. fundur - 15.04.2015

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 12. janúar 2015 þar sem Halldór Jóhannsson f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um leyfi til að nýta neðsta hluta lóðar Bílaklúbbsins sem tjaldsvæði og bílastæði á álagstímum vegna viðburða tengdum starfsemi klúbbsins. Einnig er sótt um stöðuleyfi fyrir salernisgámum sem tengdir yrðu við núverandi rotþró. Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur dagsettur 11. apríl 2015.

Þann 28. janúar 2015 óskaði skipulagsnefnd eftir nánari upplýsingum um afnot og rekstur tjaldsvæðisins og hvernig kostnaði yrði háttað við framkvæmdirnar.

Innkomið bréf dagsett 10. apríl 2015 með umbeðnum upplýsingum frá Bílaklúbbnum.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig er bent á sækja þarf um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerðinni að loknu deiliskipulagsferli.

Skipulagsnefnd - 202. fundur - 29.04.2015

Erindi dagsett 12. janúar 2015 þar sem Halldór Jóhannsson f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um leyfi til að nota neðsta hluta lóðarinnar Hlíðarfjallsvegar 11 sem tjaldsvæði og/eða bílastæði ásamt stöðuleyfi fyrir snyrtingagámum samkvæmt meðfylgjandi tillögu.

Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 29. apríl 2015 og er unnin af Halldóri Jóhannssyni frá Teiknum á lofti ehf.

Innkomin yfirlýsing dagsett 17. apríl 2015 frá Hestamannafélaginu Létti, þar sem fram kemur að félagið hefur kynnt sér fyrirhugaða framkvæmd á uppbyggingu tjaldsvæðisins og vegalangingu og gerir ekki athugasemd við framkvæmdina.
Einungis er um að ræða breytingu á notkun austasta hluta lóðar BA undir tjaldsvæði vegna viðburða og tengingu við hana og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Fyrir liggur yfirlýsing frá Hestmannafélaginu Létti sem ekki gerir athugasemd við framkvæmdina um uppbyggingu tjaldsvæðis innan lóðar BA og þar með talda veglagningu að tjaldsvæðinu sem liggur samhliða reiðleið.

Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3373. fundur - 05.05.2015

14. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 29. apríl 2015:
Erindi dagsett 12. janúar 2015 þar sem Halldór Jóhannsson f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um leyfi til að nota neðsta hluta lóðarinnar Hlíðarfjallsvegar 11 sem tjaldsvæði og/eða bílastæði ásamt stöðuleyfi fyrir snyrtingagámum samkvæmt meðfylgjandi tillögu.
Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 29. apríl 2015 og er unnin af Halldóri Jóhannssyni frá Teiknum á lofti ehf.
Innkomin yfirlýsing dagsett 17. apríl 2015 frá Hestamannafélaginu Létti, þar sem fram kemur að félagið hefur kynnt sér fyrirhugaða framkvæmd á uppbyggingu tjaldsvæðisins og vegalangingu og gerir ekki athugasemd við framkvæmdina.
Einungis er um að ræða breytingu á notkun austasta hluta lóðar BA undir tjaldsvæði vegna viðburða og tengingu við hana og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Fyrir liggur yfirlýsing frá Hestmannafélaginu Létti sem ekki gerir athugasemd við framkvæmdina um uppbyggingu tjaldsvæðis innan lóðar BA og þar með talda veglagningu að tjaldsvæðinu sem liggur samhliða reiðleið.
Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 203. fundur - 13.05.2015

Erindi dagsett 8. maí 2015 þar sem Einar Gunnlaugsson f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um framkvæmdaleyfi vegna veglagningar að tjaldsvæði BA og öðrum frágangi við reiðleið að Hlíðarfjallsvegi 11.

Meðfylgjandi er uppdráttur dagsettur 8. maí 2015 með loftmynd í mvk 1:2000 er sýnir legu vegarins, sneiðingu í mvk 1:500 frá tjaldsvæði að Hlíðarfjallsvegi og magntölum fyrir framkvæmdina.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi gögn vegna veglagningar að tjaldsvæði BA og öðrum frágangi við reiðleið að Hlíðarfjallsvegi 11 og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g 'Samþykktar um skipulagsnefnd'.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.