Naustahverfi 1. áfangi - breyting á deiliskipulagi Kjarnagötu 41-43 vegna fjölgunar íbúða

Málsnúmer 2015010111

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 194. fundur - 14.01.2015

Erindi dagsett 9. janúar 2015 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um breytingar á deiliskipulagi við Kjarnagötu 41-43. Um er að ræða fjölgun íbúða á lóðinni og stækkun á byggingarreit 5 hæða hluta hússins til austurs. Meðfylgjandi er skýringarteikning eftir Tryggva Tryggvason.
Skipulagsnefnd frestar erindinu og felur skipulagsstjóra að taka saman upplýsingar um íbúðasamsetningu í hverfinu.

Skipulagsnefnd - 195. fundur - 28.01.2015

Erindi dagsett 9. janúar 2015 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um breytingar á deiliskipulagi við Kjarnagötu 41-43. Um er að ræða fjölgun íbúða og stækkun á byggingarreit fimm hæða hluta hússins til austurs. Meðfylgjandi er skýringarteikning eftir Tryggva Tryggvason.
Nú þegar hefur verið fallist á fjölgun íbúða á lóðinni með upphaflega samþykktum teikningum af húsum á lóðinni þ.e. úr 15 íbúðum í 20 íbúðir. Skipulagsnefnd getur því ekki fallist á viðbótarfjölgun íbúða þar sem gæta þarf samræmis við skipulagsákvæði annarra lóða á svæðinu og hafnar því erindinu.