Orlofsbyggð norðan Kjarnalundar - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2015010068

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 195. fundur - 28.01.2015

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi "Orlofsbyggðar norðan Kjarnalundar - Götu Norðurljósanna, Götu Mánans og Götu Sólarinnar". Um er að ræða breytingu á aðkomu, breytingu á sorpgeymslu og lögnum og hliðrun á byggingarreitum við Götu Sólarinnar. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum, dagsett 7. janúar 2015.
Skipulagsnefnd felur formanni og skipulagsstjóra að kynna tillöguna fulltrúum félags sumarhúsaeigenda og lóðarhafa.

Afgreiðslu erindisins er frestað.

Skipulagsnefnd - 196. fundur - 11.02.2015

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi 'Orlofsbyggðar norðan Kjarnalundar - Götu Norðurljósanna, Götu Mánans og Götu Sólarinnar'. Um er að ræða breytingu á aðkomu, breytingu á sorpgeymslu og lögnum og hliðrun á byggingarreitum við Götu Sólarinnar (lóð nr. 2).

Fyrir liggur samþykki beggja lóðahafa um ofangreindar breytingar.

Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum, dagsett 9. febrúar 2015.
Einungis er um að ræða lítilsháttar tilfærslu á byggingarreitum innan lóðar nr. 2 auk breytingar á aðkomu að lóð nr. 2 og eru breytingar sem varða Akureyrarkaupstað og lóðarhafa nr. 1 og 2. Nýtingarhlutfall lóðanna breytist ekki.

Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3368. fundur - 17.02.2015

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dagsett 11. febrúar 2015:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi 'Orlofsbyggðar norðan Kjarnalundar - Götu Norðurljósanna, Götu Mánans og Götu Sólarinnar'. Um er að ræða breytingu á aðkomu, breytingu á sorpgeymslu og lögnum og hliðrun á byggingarreitum við Götu Sólarinnar (lóð nr. 2).
Fyrir liggur samþykki beggja lóðahafa um ofangreindar breytingar.
Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni arkitekt hjá Teiknistofu Arkitekta, Gylfa Guðjónssyni og félögum, dagsett 9. febrúar 2015.
Einungis er um að ræða lítilsháttar tilfærslu á byggingarreitum innan lóðar nr. 2 auk breytingar á aðkomu að lóð nr. 2 og eru breytingar sem varða Akureyrarkaupstað og lóðarhafa nr. 1 og 2. Nýtingarhlutfall lóðanna breytist ekki.
Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.