Dalsbraut vestan við Akurgerði - hljóðmön

Málsnúmer 2012110119

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 148. fundur - 28.11.2012

Sigþór Bjarnason mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 15. nóvember 2012 og lýsti áhyggjum sínum af að engin hljóðmön sé skipulögð í deiliskipulagi fyrir Dalsbraut vestan megin við Akurgerði. Sjá meðfylgjandi bréf.

Umrætt svæði er utan deiliskipulags Dalsbrautar sem nýbúið er að samþykkja. Samkvæmt hljóðkorti sem unnið var 3. nóvember 2006 af verkfræðistofunni Línuhönnun (EFLU) kemur fram að ekki sé þörf á hljóðvörnum á svæðinu.

Skipulagsnefnd getur því ekki orðið við erindinu.

Skipulagsnefnd - 157. fundur - 15.05.2013

Sigþór Bjarnason Akurgerði 11c, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 11. apríl 2013.
Hann segir hávaða við Dalsbraut á milli Þingvallastrætis og Akurgerðis hafa aukist með tilkomu umferðaljósa og vill að möguleikar á hljóðmön á þessu svæði verði skoðaðir.

Samkvæmt hljóðkorti sem unnið var 3. nóvember 2006 af verkfræðistofunni Línuhönnun (EFLU) kemur fram að ekki sé þörf á hljóðvörnum á svæðinu.

Skipulagsnefnd getur því ekki orðið við erindinu að sinni en nefndin gerir ráð fyrir að gerðar verði nýjar hljóðmælingar þegar breytingum við Dalsbraut er lokið.