Torfunefsbryggja - umsókn um staðsetningu gámaaðstöðuhúss

Málsnúmer 2013040269

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 157. fundur - 15.05.2013

Erindi dagsett 30. apríl 2013 þar sem Magnús Guðmundsson f.h. Ambassadors ehf, kt. 5510092-2620, sækir um leyfi til að staðsetja til bráðabirgða gámaaðstöðuhús við Torfunefsbryggju vegna hvalaskoðunar. Einnig er óskað eftir leyfi til að setja upp auglýsingaborða á ljósastaura. Meðfylgjandi er bráðabirgðasamþykki hafnarstjórnar fyrir staðsetningunni.

Skipulagsnefnd samþykkir bráðabirgðastaðsetningu gámaaðstöðuhúss við enda Torfunefsbryggju til 20. september 2013. Skipulagsnefnd getur ekki orðið við ósk um uppsetningu auglýsingaborða á ljósastaura.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 492. fundur - 14.05.2014

Erindi dagsett 30. apríl 2013 þar sem Magnús Guðmundsson f.h. Ambassador ehf., kt. 5510092-2620, sækir um leyfi til þess að staðsetja bráðabirgðahús við Torfunesbryggju.
Stöðuleyfið var veitt til 20. september 2013.
Skipulagsstjóri bendir umsækjanda á að láðst hefur að sækja um framlenginu á stöðuleyfinu og að sækja þarf um endurnýjun á leyfinu eða fjarlægja húsið/gáminn að öðrum kosti fyrir 1. júní 2014.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 495. fundur - 05.06.2014

Erindi dagsett 3. júní 2014 þar sem Magnús Guðmundsson f.h. Ambassador ehf., kt. 5510092-2620, óskar eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir gámaaðstöðuhús á Torfunefsbryggju.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til eins árs, eða til 1. júní 2015.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 545. fundur - 18.06.2015

Erindi dagsett 10. júní 2015 þar sem Magnús Guðmundsson f.h. Ambassador ehf., kt. 5510092-2620, óskar eftir endurnýjun á stöðuleyfi fyrir gámaaðstöðuhús á Torfunefsbryggju fram til 31. október 2016.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til eins árs, eða til 1. júní 2016.