Borgarbraut - framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2013050041

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 157. fundur - 15.05.2013

Erindi dagsett 7. maí 2013 frá Helga Má Pálssyni f.h. framkvæmdadeildar Akureyrarbæjar þar sem hann sækir um framkvæmdaleyfi vegna framlengingar Borgarbrautar frá gatnamótum við Merkigil og að gatnamótum Bröttusíðu og Borgarsíðu, samtals um 530 metra vegarkafli.
Skipulagsstofnun hefur úrskurðað þann 6. maí 2013 að framkvæmdin teljist ekki matskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr.106/2000.
Meðfylgjandi er úrskurður Skipulagsstofnunar, hönnunar- og útboðsgögn ásamt matsskýrslu framkvæmdarinnar.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og telur þau í samræmi við staðfest aðal- og deiliskipulag og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.-g "Samþykktar um skipulagsnefnd".