Ljósleiðari á Akureyri - framkvæmdaleyfi fyrir dreifikerfi

Málsnúmer 2013050036

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 157. fundur - 15.05.2013

Erindi dagsett 25. apríl 2013 þar Gunnar Björn Þórhallsson f.h. Tengis ehf., kt. 660702-2880, sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar dreifikerfis ljósleiðara innan Akureyrar sumarið 2013.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn og telur þau uppfylla reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Nákvæm lega lagna í bæjarlandinu skal ákveðin í samráði við framkvæmdadeild og veitustofnanir bæjarins.

Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða. Tengir ehf. skal afla samþykkis lóðarhafa vegna lagna innan íbúðarhúsalóða.

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis á grundvelli 4. gr.-g "Samþykktar um skipulagsnefnd".