Dýragrafreitur í landi Akureyrar

Málsnúmer 2013040214

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 157. fundur - 15.05.2013

Erindi dags. 19. apríl 2013 frá Maríu Björk Guðmundsdóttur formanni Félags hundaeigenda á Akureyri þar sem óskað er eftir að skipulagður verði dýragrafreitur í bæjarlandinu við fyrsta tækifæri.

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um erindið og áliti umhverfisnefndar á mögulegri staðsetningu reitsins.

Umhverfisnefnd - 83. fundur - 04.06.2013

Tekið fyrir erindi dagsett 15. maí 2013 frá skipulagsnefnd þar sem óskað er eftir áliti nefndarinnar á mögulegri staðsetningu grafreits.

Umhverfisnefnd vísar erindi skipulagsnefndar til framkvæmdaráðs sem hefur með dýrahald í Akureyrarkaupstað að gera.