Póstkassi fyrir íslenska jólasveininn - umsókn um staðsetningu

Málsnúmer 2013030035

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 156. fundur - 24.04.2013

Erindi dags. 1. mars 2013 frá Guðmundi R. Lúðvíksyni þar sem hann sækir um stað á Akureyri, annaðhvort í miðbæ eða við fjölfarna ferðamannaleið, fyrir stóran póstkassa fyrir íslenska jólasveininn.

Afgreiðslu erindisins er frestað og skipulagsstjóra falið að afla nánari upplýsinga og gagna.

Skipulagsnefnd - 157. fundur - 15.05.2013

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 1. mars 2013 frá Guðmundi R. Lúðvíksyni þar sem hann sækir um leyfi til að staðsetja póstkassa í yfirstærð undir bréf til íslenska jólasveinsins, annaðhvort í miðbæ eða við fjölfarna ferðamannaleið.

Skipulagsnefnd samþykkir staðsetningu á póstkassanum í Skátagil á milli Hafnarstrætis 101 og sölubása sem þar eru staðsettir.

Tímabundið stöðuleyfi er veitt til áramóta 2013/2014. Hafa skal samráð við skipulagsdeild um nánari staðsetningu og uppsetningu póstkassans.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 487. fundur - 03.04.2014

Tímabundið stöðuleyfi fyrir póstkassa í göngugötunni á Akureyri var veitt til áramóta 2013/2014.

Þar sem leyfið er útrunnið skal póstkassinn fjarlægður úr göngugötunni fyrir 15. apríl n.k. 

Að öðrum kosti verður hann fjarlægður á kostnað leyfishafa.

Skipulagsnefnd - 177. fundur - 16.04.2014

Erindi í tölvupósi dagsett 9. apríl 2014 þar sem Guðmundur R. Lúðvíksson sækir um áframhaldandi leyfi til að hafa póstkassa íslensku jólasveinanna í göngugötunni á Akureyri.

Skipulagsnefnd telur frágangi og umsjón póstkassans ábótavant og hafnar því áframhaldandi leyfi til að hafa póstkassann í göngugötunni á Akureyri. Póstkassinn skal fjarlægður fyrir 1. maí n.k., að öðrum kosti verður hann fjarlægður á kostnað umsækjanda.