Tjarnartún 29 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2013040072

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 156. fundur - 24.04.2013

Erindi dagsett 10. apríl 2013 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, óskar eftir að heimiluð verði deiliskipulagsbreyting þannig að byggingin verði á tveimur hæðum án pallaskiptingar.
Meðfylgjandi eru teikningar og þrívíddarmynd eftir Tryggva Tryggvason.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd - 157. fundur - 15.05.2013

Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar dagsettri 24. apríl 2013, leggur Tryggvi Tryggvason f.h. Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis, reit 28.

Einungis er um að ræða minniháttar breytingu í texta greinagerðar um stöllun húss og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3340. fundur - 04.06.2013

5. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 15. maí 2013:
Í framhaldi af bókun skipulagsnefndar dags. 24. apríl 2013, leggur Tryggvi Tryggvason f.h. Fjölnis ehf, kt. 530289-2069, fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis, reit 28.
Einungis er um að ræða minniháttar breytingu í texta greinargerðar um stöllun húss og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.