Skipulagsnefnd

120. fundur 24. ágúst 2011 kl. 08:00 - 11:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Haraldur Sveinbjörn Helgason
  • Auður Jónasdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Kristján Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis og nágrenni - deiliskipulag

Málsnúmer 2011050111Vakta málsnúmer

Ómar Ívarsson f.h. X2 hönnunar - skipulags ehf., og Kristinn Magnússon frá Verkfræðistofu Norðurlands ehf., mættu á fundinn og kynntu tillögu að deiliskipulagi og veghönnun fyrirhugaðrar Dalsbrautar. Einnig var lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar og ábendingar íbúa sem borist hafa vegna kynningar skýrslu sem inniheldur skipulagslýsingu, matslýsingu og tilkynningu framkvæmdar, unna af X2 hönnun - skipulagi ehf., dagsett 30. maí 2011.
Skýrslan hefur legið frammi til kynningar frá 12. júlí 2011 á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss. Þá var skýrslan einnig auglýst í Fréttablaðinu og Dagskránni. Þrjár ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd þakkar Ómari og Kristni fyrir kynninguna.

Tekið verður tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar er varða matslýsingu í endanlegum gögnum. Ábendingum íbúa er vísað áfram til vinnuhópsins til frekari úrvinnslu.

Skipulagsnefnd leggur til að haldinn verði íbúafundur um tillöguna þann 8. september nk. 

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins að öðru leyti.

2.Miðbær norðurhluti - breyting á deiliskipulagi, Hólabraut - Laxagata

Málsnúmer SN110012Vakta málsnúmer

Borist hefur afrit af kæru til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, ásamt fylgigögnum, þar sem kærð er ákvörðun um deiliskipulagsbreytingu fyrir Hólabraut - Laxagötu, Akureyri.
Úrskurðarnefndin óskar eftir að henni verði send gögn er varða málið innan 30 daga frá dagsetningu bréfsins.

Bæjarlögmanni í samráði við skipulagsstjóra falið að senda umbeðin gögn ásamt greinargerð innan tilskilins frests.

3.Hólabraut 16 - stækkun Vínbúðar mótmælt af íbúum Akureyrar

Málsnúmer 2011080052Vakta málsnúmer

Lagður fram undirskriftarlisti með nöfnum 339 íbúa á Akureyri sem afhentur var 15. ágúst sl.

Undirskriftarlisti lagður fram til kynningar.

4.Aðalskipulag - Blöndulína 3. Akureyri - Krafla. Breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer SN080072Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju í framhaldi af bókun skipulagsnefndar dags. 10. febrúar 2010 þar sem skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra að láta vinna aðalskipulagsbreytingu á línuleið Blöndulínu 3 ofan Akureyrar í samræmi við tillögu Landsnets og bókun umhverfisnefndar um svokallaða Súlumýraleið. Einnig kom fram í bókuninni að tengivirki verði samkvæmt tillögu 1 við Kífsá og að fallist sé á tillögu Landnets um strengjaleið að Rangárvöllum.

Skipulagsnefnd fellst á tillögu Landsnets um hluta línuleiðar Blöndulínu 3 ofan Akureyrar og um staðsetningu tengivirkis við Kífsá. Ákvörðun um áframhaldandi línuleið sunnan Kífsár að sveitarfélagsmörkum í suðri er frestað að sinni en vinnu að úrlausn verði haldið áfram. Þá er fallist á tillögu Landnets um strengjaleið frá Kífsá að Rangárvöllum.

Skipulagsstjóra falið að láta vinna aðalskipulagsbreytingu í samræmi við ofangreint sem lögð verði fyrir nefndina.

5.Aðalstræti 12b - bréf

Málsnúmer 2011070064Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. ágúst 2011 þar sem Teitur M. Sveinsson lögfræðingur f.h. Nýs morguns ehf., kt. 660997-2299, óskar eftir endurupptöku á máli umbjóðanda síns varðandi umsókn um leyfi fyrir byggingu íbúðarhúss við Aðalstræti 12b. Hann telur ekki þörf á deiliskipulagsbreytingu eins og skipulagsnefnd bókaði 27. júlí 2011.

Deiliskipulagsafmörkun í gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina Aðalstræti 12b er ekki sú sama og sú lóð sem eigandi lóðarinnar Aðalstræti 12b, Nýr morgun ehf., keypti og var því ekki hægt að heimila byggingu af þeirri stærðargráðu og óskað var eftir. Sótt var um deiliskipulagsbreytingu sem skipulagsnefnd synjaði. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála hnekkti synjun skipulagsnefndar um þá breytingu. Samkvæmt ofangreindu er deiliskipulagsbreyting forsenda þess að hægt sé að byggja á umræddri lóð þar sem núgildandi deiliskipulag sýnir stærri lóð en eigandinn á. Samkvæmt lóðarblaði sem er í samræmi við skikann sem keyptur var, er byggingarreitur skilgreindur 9x13m.

Samkvæmt meðfylgjandi bréfi er óskað eftir stærri byggingarreit eða 10x15m en af því leiðir að gera þarf breytingu á núgildandi deiliskipulagi sem nú er í vinnslu svo og vegna breytingar á lóðarafmörkun.

Erindinu hefur verið vísað í yfirstandandi vinnu við deiliskipulag af Innbænum og Fjörunni.

6.Naustahverfi 1. áfangi - breyting á deiliskipulagi Stekkjartún 26-28-30

Málsnúmer 2011050082Vakta málsnúmer

Íbúar við Stekkjartún 23, 25 og 27 óska eftir rökstuðningi vegna ákvörðunar meirihluta skipulagsnefndar um að leggja til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Óskað er eftir að skipulagsnefnd endurskoði ákvörðun sína um breytingu á deiliskipulaginu.

Skipulagsnefnd telur framlögð rök ekki næga ástæðu til að endurskoða fyrri ákvörðun um deiliskipulagsbreytingu á reitnum og felur skipulagsstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

Auður Jónasdóttir V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

7.Klettaborg 41 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2011080058Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. ágúst 2011 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Sigursteins Þórssonar óskar eftir lóðarstækkun á lóðinni Klettaborg 41 um 5 metra til norðurs. Einnig er óskað eftir að stækkunin nái að austanverðu fram að götu.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að láta gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir 5m stækkun lóðarinnar nr. 41 við Klettaborg til norðurs. Sjá mál nr. 2011070053.

Auður Jónasdóttir fór af fundi.

8.Melateigur 11 - fyrirspurn um byggingarleyfi sólstofu

Málsnúmer 2011080027Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. ágúst 2011 þar sem Guðmundur Þórhallsson og Áslaug Freysteinsdóttir leggja fram fyrirspurn hvort byggingarleyfi fáist fyrir sólstofu við íbúð þeirra að Melateig 11. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar, grunnmynd og útlit.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Hólsgerði 1 - umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2011080037Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. ágúst 2011 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Vignis Kárasonar sækir um leyfi fyrir tengibyggingu milli íbúðarhúss og bílskúrs að Hólsgerði 1. Meðfylgjandi er tillöguteikning frá Kollgátu.

Þar sem einungis er um að ræða minniháttar tengibyggingu á milli einbýlishúss og bílskúrs og er því breyting er varðar einungis Akureyrarbæ og lóðarhafa sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir skipulagsnefnd að heimila umbeðna tengibyggingu.

Skipulagsstjóri afgreiði umsókn um byggingarleyfi.

10.Hofsbót - Torfunefsbryggja

Málsnúmer 2011080060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. ágúst 2011 þar sem hafnarstjóri f.h. Hafnasamlags Norðurlands, kt. 630371-2919, sækir um framkvæmdaleyfi til að lengja grjótgarð í Hofsbót um 20 metra til vesturs. Sjá frekar í bréfi.

Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem breytingin er ekki í samræmi við aðal- og deiliskipulag.

11.Kjarnagata 25-31 - öryggismál

Málsnúmer BN060291Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri leggur til við skipulagsnefnd að gerð verði krafa, á eiganda lóðarinnar Kjarnagötu 25-31. Krafan snýst um að taka upp járnteina sem standa upp úr fyllingu við undirstöður og hreinsa allt rusl og laust byggingarefni burt af lóðinni vegna hættu sem af því stafar. Lóðin er opin og er hættuleg börnum.

Skipulagsnefnd samþykkir að gefa lóðarhafa Kjarnagötu 25-31 frest til 9. september 2011 til að hreinsa lóðina af öllu lausu byggingarefni og rusli ásamt að taka upp alla járnteina sem standa upp úr fyllingu grunnsins og ganga þannig frá járnum í undirstöðum að ekki stafi hætta af.

Lóðarhafa er gefinn 10 daga frestur til að andmæla ákvörðun þessari. Ef ekki berast andmæli innan gefins frests eða verkið ekki unnið fyrir 9. september 2011 verður verkið unnið á kostnað lóðarhafa og innheimt skv. 56. gr. laga um mannvirki.

12.Kjarnagata 33-39 - öryggismál

Málsnúmer BN060292Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri leggur til við skipulagsnefnd að gerð verði krafa, á eiganda lóðarinnar Kjarnagötu 33-39. Krafan snýst um að taka upp járnteina sem standa upp úr fyllingu við undirstöður og hreinsa allt rusl og laust byggingarefni burt af lóðinni vegna hættu sem af því stafar. Lóðin er opin og er hættuleg börnum.

Skipulagsnefnd samþykkir að gefa lóðarhafa Kjarnagötu 33-39 frest til 9. september 2011 til að hreinsa lóðina af öllu lausu byggingarefni og rusli ásamt að taka upp alla járnteina sem standa upp úr fyllingu grunnsins og ganga þannig frá járnum í undirstöðum að ekki stafi hætta af.

Lóðarhafa er gefinn 10 daga frestur til að andmæla ákvörðun þessari. Ef ekki berast andmæli innan gefins frests eða verkið ekki unnið fyrir 9. september 2011 verður verkið unnið á kostnað lóðarhafa og innheimt skv. 56. gr. laga um mannvirki.

13.Síðubraut - umsókn um lóð.

Málsnúmer 2011030019Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 2. mars 2011 frá Gunnari H. Gunnarssyni þar sem hann f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, Rangárvöllum 2, sækir um lóð fyrir spennistöð vestan Síðubrautar og norðan Hlíðarfjallsvegar. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

14.Daggarlundur 12 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2011080065Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. ágúst 2011 þar sem Einar Hólm Davíðsson sækir um lóðina nr. 12 við Daggarlund og nr. 10 til vara. Meðfylgjandi er staðfesting á greiðslumati frá Landsbankanum.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita umsækjanda lóðina nr. 12. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

15.Daggarlundur 14 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2011080047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. ágúst 2011 þar sem Kristinn Smári Sigurjónsson og Gunnhildur Einarsdóttir sækja um lóð nr. 14 við Daggarlund, til vara Daggarlund 13. Meðfylgjandi er staðfesting á greiðslugetu frá Íslandsbanka.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita umsækjanda lóðina nr. 14. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

16.Daggarlundur 16 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2011080024Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. ágúst 2011 þar sem Hjörvar Valdimarsson og Ingibjörg Magnúsdóttir sækja um lóð nr. 16 við Daggarlund og til vara Daggarlund 14. Meðfylgjandi er staðfesting á greiðslugetu frá Arion baka.

Skipulagsnefnd samþykkir að veita umsækjanda lóðina nr. 16. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

17.Daggarlundur - mótmæli og áhyggjur íbúa Eikarlundar

Málsnúmer 2011080056Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. ágúst 2011 þar sem 40 undirritaðir íbúar við Eikarlund vilja koma á framfæri eftirfarandi:
a) Óskað er eftir að byggingar verði ekki leyfðar á svæðinu við Daggarlund fyrr en ljóst verði að allt svæðið verði byggt í samfellu þannig að byggingartíma ljúki innan viðunandi tímamarka.
b) Jafnframt óska íbúar við Eikarlund eftir að hæðarpunktar verði teknir á lóðum og húsum sem fyrir eru á svæðinu, næst væntanlegu hverfi og fylgst verði nákvæmlega með breytingum sem geta orðið við framkvæmdir vegna hugsanlegs jarðvegssigs.

Bæjarstjórn samþykkti deiliskipulag við Daggarlund og Brálund þann 5. maí 2009 sem nú hefur verið staðfest. Á grundvelli þess voru hafnar framkvæmdir við gatnagerðina og verkið boðið út. Verkið er á áætlun og er gert ráð fyrir að gatnagerðinni ljúki í lok september. Skipulagsnefnd bendir á að nú eru aðeins lausar 14 einbýlishúsalóðir fyrir hús á einni hæð utan lóðanna í Daggarlundi. Skipulagsnefnd hefur nú þegar úthlutað fjórum lóðum við götuna. Talsverður áhugi er fyrir uppbyggingu við Daggarlund miðað við fyrirspurnir til skipulagsdeildar.

Skipulagsnefnd óskar eftir við framkvæmdadeild að hæðarpunktar verði teknir á lóðum og húsum við Eikarlund sem snúa að framkvæmdasvæði.

18.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 10. ágúst 2011. Lögð var fram fundargerð 359. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum.

Lagt fram til kynningar.

19.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 17. ágúst 2011. Lögð var fram fundargerð 360. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 3 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.